Byrjunarreit???

Held nú reyndar að við séum ekki einu sinni komnir á byrjunarreit, framfarirnar hafa ekki orðið síðan Eyjólfur tók við.... frekar að liðið hafi slappast.... og að mínu mati er langt í byrjunarreit


mbl.is Eyjólfur: „Erum komnir aftur á byrjunarreit“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

já ég var þó með næstum því rétt að eiður myndi skora 3:) já byrjunarreit...það sem vantar er að mér finnst rétta viðhorfið ekki til staðar og það er enginn eining til staðar hún kemur bara og fer eftir því hvað eru mörg vindstig á vellinum.. gapið á milli sóknar miðju og varnar var náttúrulega alveg ósættnalegt og það hefði verið hægt að keyra steypubíl þarna á milli ...Guðjón Þórðar tók strax allt í sínar hendur þegar hann var með liðið á sínum tíma og þar ríkti agi og skipulag og menn voru smeykir við kallinn..hann var samkvæmur sjalfum sér og treysti 100 % á sínar skoðanir .. sjáðu  bara hvað kallinn gerði með þetta ÍA lið í sumar... Jolli er frábær persónuleiki og mér finnst bara leiðinlegt fyrir hans hönd að þetta verkefni hefur ekki gegnið upp..

Gísli Torfi, 14.10.2007 kl. 01:24

2 Smámynd: Skarfurinn

Aftur á byrjunarreit ? hvaða endemis bull er í honum Eyjólfi, hann var mjög bjartsýnn á sigur i þessum leik, málið er að landsliðið hefur ekkert getað undir hans stjórn. Svl var viðtal við Bjarna aðstoðarþjálfara í hálfleik er staðan var 1-3, þá sagði hann við þurfum að spila mun framar, vildi maðurinn tapa 1-7 eða hvað, vörnin var ekki með í fyrri hálfleik. Nei nú held ég að sé lag á að fá Óla Jóh til að taka við landsliðinu og reyna að byggja upp gott lið eins og hionum tókst með FH. Burt með JOLLA strax, hann er að eyðileggja liðið.

Skarfurinn, 14.10.2007 kl. 12:56

3 Smámynd: Skarfurinn

Gísli þú segir Jolli er frábær persónuleiki, en er það nóg, það eru líka mörg dæmi um að annars ágætir knattspyrnumenn þurfa alls ekki að vera góðir þjálfara, það virðist ekki fara saman, sjáum hvernig fór fyrir Ásgeiri Sigurvinnsýni líka.

Skarfurinn, 14.10.2007 kl. 13:01

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú semsé fylltist ekki þjóðarstolti eftir viðburði gærdagsins...

Heiða Þórðar, 14.10.2007 kl. 13:25

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þessi leikur vakti ekki upp neina gleði hjá mér, ég hefði átt að þrítryggja'nn,  Datt ekki í hug að þeir myndu tapa.  Svona er maður fljótur að gleyma.

Þetta landslið okkar er með því óstabílla í heiminum í dag. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.10.2007 kl. 15:45

6 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Þjóðarstolti! Nebb... Lettarnir í stúkunni sem ég sendi háðulegt glott til eftir fjögra mínútu leik, hlógu að mér þegar líða tók á..... þar með fór þjóðarstoltið út í buskann

Arnfinnur Bragason, 14.10.2007 kl. 17:06

7 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég er stoltur af því að vera Íslendingur, hvort sem við vinnum Letta eða ekki, ég hef nú alltaf verið þeirrar skoðunar að við séum alltof kröfuhörð við okkar afreksfólk, hvort sem um er að ræða knattspyrnu eða eitthvað annað.

Hvað eigum við að miða okkur við??  við erum líklega langsigursælasta þjóðin á smáþjóðaleikunum, og þar erum við á meðal jafningja, en nei, við viljum alltaf ná sama árangri og miljóna eða miljónatugaþjóðir í öllu, annað er bara óásættanlegt, en það er náttúrulega bara bull....

Ég hef reyndar þá skoðun að ef við viljum ná árangri með kvattspyrnulandsliðið, þá þurfi að æfa það meira saman.   Það er ekki nóg að hittast korter fyrir leik og hita upp það þarf að stilla þetta betur saman og það vantar.

Eiður Ragnarsson, 15.10.2007 kl. 05:18

8 Smámynd: Gísli Torfi

Já skarfur ég sagði það og er sammála þér að menn þurfa samt ekkert að vera góðir þjálfarar fyrir vikið enda var ég ekki að benda á það ..ég þekki bara Jolla af góðu og spila fótbolta með honum....þannig að mér finnst bara leitt að þetta sé ekki að ganga hjá honum... svo er bara spurning hver taki við næst ..Óli smiður Jóh... Teitur Þórðar... Mourinho er á lausu :)

Gísli Torfi, 15.10.2007 kl. 14:36

9 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Eiður, þrátt fyrir allar kröfur hvort sem þær eru of miklar eða ekki þá erum við að taka þátt í þessum keppnum með það að markmiði að ná árangri. Það er meðal annars yfirlýst stefna KSÍ að komast inn á lokakeppni annað hvort HM eða EM. Það má velvera að það sé óraunhæft en þegar við erum niðurlægðir af þjóðum sem hafa talist slakari en við þá er manni ekki sama.

Arnfinnur Bragason, 15.10.2007 kl. 15:16

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sammála síðasta ritsnilla!

Edda Agnarsdóttir, 15.10.2007 kl. 15:52

11 Smámynd: Gísli Torfi

það er allt hægt í íþróttum talandi um smáþjóðir þá vill ég benda á árangur kýpur í dag.. þeir td voru að flengja Wales 3-1 og hafa gert mjög vel.. en ég held að toppurinn sé dalurinn þarna Lichestein eða hverning sem það er nú skrifað ..að ná jafntefli á laugardalsvelli og áttu skilið að vinna okkur 2-0 er náttúrulega umhugsunar efni fyrir okkar kalla sem spila með Barcelona,Reading,Reggina,AZ Alkmar og verðandi Noregsmeisturm Brann... það er greinilega ekki alveg allt eins og það á að vera hjá KSÍ.

Gísli Torfi, 15.10.2007 kl. 16:45

12 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ok, fyrst að það er yfirlýst stefna KSÍ að fara inn i úrslitakeppni EM eða HM þá skil ég afhverju menn eru svona pirraðir.

En hvernig er með þessa stefnu, er nefnt ártal í því sambandi?  Er þetta ekki bara spurning um að fara markvisst í það að byggja upp landslið, frá grunni??

Ég held að það myndi ganga betur heldur en þetta korter í dæmi sem við höfum verið í undanfarin ár.

Eiður Ragnarsson, 15.10.2007 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband