Níutíu og níu og níutíu

Jæja, best að láta þessu bloggfríi lokið....

Ég var eiginlega búinn að ákveða með sjálfum mér að nota bloggið í framtíðinni til að fjalla um eitthvað jákvætt og uppbyggilegt, semsagt ekki vera að nöldra og tuða á neikvæðum nótum. Samt verð ég að fá útrás fyrir smá nöldur.

Var nefnilega að horfa á Laugardagslögin á laugardag (nema hvað) og þegar kom að símakostningunni  sé ég að það kostar 99,90 að hringja inn hvert atkvæði.

Mér er svosem alveg sama hvað þetta kostar hvort sem það eru 9,90 kr. eða 999,90 kr. ég tek ekki þátt í svona kosningum, síst af öllu þegar þetta er gert fyrst og síðast  til að hafa fé af fólki enda ertu hvattur látlaust til að kjósa og það sem oftast. Sjónvarpstöðvarnar eru  fyrir löngu hættar að takmarka atkvæðafjöldann við eitt atkvæði úr hverjum síma þar sem það þýðir eðlilega miklu minni tekjur.  Það er bókstaflega allt gert að féþúfu! Svona eins og Sýn gerði hérna um árið þegar þeir létu kjós á milli tveggja leikja sem í boði voru til sýningar eina helgina. Ef ég man rétt þá höfuð þeir tvær millur upp úr krafsinu! Bara fyrir það eitt að láta áskrifendur sína velja leikinn!!! Skammarlegt ekki satt?

En svo er það verðið á atkvæðinu, 99 krónur og 90 aurar. Hvernig er hægt að bjóða manni upp á að greiða atkvæði sem endar á 90 aurum? Ef ég kýs einu sinni þá er verðið hækkað upp í 100 krónur á símareikningnum.  Ef þeir endilega vilja slá ryk í augun á fólki með að láta sem atkvæðið kosti ekki 100 krónur, sem það í rauninni kostar, ættu þeir í það minnsta að sjá sóma sinn í að láta það ekki kosta meira en 99 krónur sléttar. Svo er annað, má bjóða upp á stakan hlut eða þjónustu sem ber aura í verðinu? Spyr sá sem ekki veit

Já, nú hef ég létt þessu af mér og lýður svo miklu, miklu betur... Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er auðvitað algjört bull með þessar símkosningar! Ekki bara kostnaðarlega (kostur í kringum 20kr. ís. í DK) heldur líka hverjir eru að hringja inn?

Edda Agnarsdóttir, 28.11.2007 kl. 15:39

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Erum við ekki hætt að nauta aura, hvernig er það?

Ég er sammála, ég fæ aulahroll langt aftur á bak og út á hlið, þegar Steinunn Ragnhildur segir að örmjótt sé á muninum á tveimur efstu lögunum, og fólk verði endilega að kjósa sitt lag, til að koma því áfram.

Hinsvegar hef ég gaman að Laugardagslögunum, þótt þó séu misjöfn að gæðum.

Ég á mér tvö uppáhaldslög. það er lagið hans Barða og lagið hennar Andreu, sem sonur hennar flytur svo listavel.

En, hvernig er það með þig. Sástu ekki mína menn í meistradeildinni áðan? 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.11.2007 kl. 22:17

3 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Jú Ingibjörg þeir hafa verið að koma sterkir inn upp á síðkastið.... kannski þeir slepp áfram eftir allt

Arnfinnur Bragason, 29.11.2007 kl. 11:26

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hey heyr Arnfinnur! Finnst þér ekki dásamlegt að tuða, ha?

Halldór Egill Guðnason, 29.11.2007 kl. 14:11

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú tekur þér bara frí eins og ekkert sé sjálfsagðara. Hvers eigum við að gjalda?

Víð bíðum eftir færslu, eða ertu svona upptekin við jólaundirbúninginn?

Hvernig er það ætlum við að láta MUARANA taka dolluna í vor, eða hvað?

Veit þetta eru margar spurningar, en þú ert stór strákur og getur svarað þeim.

Vonandi er allt gott að frétta annars.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.12.2007 kl. 22:40

6 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Sorrý, sorrý, Nei get ekki kennt jólaundirbúnúningnum um, frekar svona almennu andleysi og leti. Reyna að herða mig upp og hrista af mér doðann...

Murarnir fá ekki dolluna, ekki séns, mínir menn eru bara í smá jólaskapi þessa daganna og eru að deila út jólaglaðningi en svo spýta þeir í lófana og koma sterkir inn.... þeir eru nú enn á toppnum og verða það vonandi áfram

Arnfinnur Bragason, 10.12.2007 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband