Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Orðlaus!!

Heart Ja hvað getur maður sagt eftir svona leik..... held mínir menn hafi komist eins nálægt fullkomnun og hægt erSmile ... þvílíkur "total foodball"
mbl.is Arsenal skoraði 7 mörk gegn Slavia Prag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kom ekki á óvart

Frábær mánuður hjá liðinu. Wenger og Fabregas vel að titlunum komnir


mbl.is Wenger og Fabregas bestir í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló bloggvinir!

Tók enginn eftir þessu í gær:

......"Faðir minn er móður systir mín"......

Skýring óskast!Woundering


Fyrrverandi

Það er hægt að segja að maður eigi fyrirverandi eiginkonu.... sérstakleg eftir að maður er skilinn... og það er hægt að segja að maður eigi fyrrverandi mág og mákonu og tengdó... en hvernig getur maður sagt að maður eigi fyrrverandi fósturdóttur... á nú ekkert auðvelt með að nota svoleiðis orð;

"Þetta er fyrrverandi dóttir mín!"

Notalegt ekki satt?, sérstaklega þar sem ég hitti hana nánast um hverja helgi.

Nei, sleppi þessu; fyrrverandi, enda átti stúlkan  litla sök á upphafi og enda sambands míns og minnar fyrrverandi....Wink

 

Svo er einn hér; " Faðir minn er móður systir mín"Woundering


Byrjunarreit???

Held nú reyndar að við séum ekki einu sinni komnir á byrjunarreit, framfarirnar hafa ekki orðið síðan Eyjólfur tók við.... frekar að liðið hafi slappast.... og að mínu mati er langt í byrjunarreit


mbl.is Eyjólfur: „Erum komnir aftur á byrjunarreit“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á leiðinni á landsleik

Jæja þá er komið að því að skella sér á landsleik. Ísland - Eitthvað í dag klukkan fjögur. Held ég hafi ekki farið á landsleik síðan Súnes tæklaði Sigga Jóns svo illa að allt ætlaði að vitlaust að verða. Ég fékk blóðbragð í munninn og hugsaði honum þegjandi þörfina
mbl.is Eiður Smári í byrjunarliðinu gegn Lettum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessir sölumenn!

Það fyrir nokkuð mörgum árum, ca. 20, að ég vaknaði upp einn laugardagsmorgunn við að það var bankað á útidyrahurðina hjá mér, dyrabjallan var óvirk.

Þar sem klukkan var ekki orðin tíu fannst mér þetta svolítið skrítið og var frekar seinn til í svefnrofanum þannig að það var bankað aftur. Ég staulaðist framúr og kíkti út um gluggann og sá þá þrjú ungmenni ganga frá húsinu. Ég gat ekki betur séð en þau hefðu bækur og bæklinga meðferðis

-Þarna vorum við heppin, sagði ég við konuna - þetta eru örugglega vottarnir sem hafa verið að þvælast hér í hverfinu undanfarið. Ég átti og á enn í ferlegu basli við að snúa af mér sölumenn, trúarveiðarar og aðra slíka gesti. þannig að ég þóttist heppinn

Næsta laugardag er bankað aftur upp á en ekki eins snemma og  síðast og því allir komnir á fætur. Ég fer til dyra og þar eru nokkur ungmenni frá einhverjum kristilegum samtökum sem ég tók ekki eftir hvað hétu enda áhugalaus með öllu. Þau eru að bjóða til sölu bæklinga til styrktar einhverju sem ég heyriði ekki hvað var.

Eins og áður sagði þá á ég erfitt með að snúa af mér sölumenn og til að losna sem fyrst við þá, spurði ég hvað svona bæklingur kostaði.

-Fimmtíu krónur var svarið. Og mér réttur einn til að skoða. -Sjáðu fallegar myndir og sögur fyrir börn eins og þennan litla. Sonur minn á þriðja ári hafði komið fram til að forvitnast um gestaganginn.

-Já, ekki nema fimmtíu kall, ég fæ þá fjóra. Og ég kafaði í vasann eftir klinki. -Ekki málið að styrkja ykkur ég er sjálfur kristinn og fer stundum í kirkju. Eflaust hefur lágt verðlag haft eitthvað að segja um jákvætt viðmót mitt.

-Eitthvað annað en þessir helvítis vottar sem voru að sniglast hér um fyrir viku síðan. Svo hnýtti ég saman einhver lýsingaorð um hvað gera ætti við hyski eins og það og hvernig ég myndi taka á móti slíkum ófögnuði.

Svipurinn á ungafólkinu varð vandræðalegur og mér til mikillar undrunar þökkuðu þau fyrir sig í miklu flýti og drifu sig í burtu, eflaust ekki líkað orðaval mitt, enda sannkristin.

-Sko, sagði ég við konuna -fínar bækur fyrir strákinn og kostuðu sama og ekki neitt. Eitthvað annað að eiga viðskipti við þessi grey en þessa helvítis votta.

-Jæja, Arnfinnur, þú segir það, sagði hún og glotti. -Það vill nú svo til að þetta ágæta fólk sem þú varst að versla af eru þessir helvítis vottar þínirLoL

 


Í stórfiskaleik í Kringlunni

Mikið er ég ofboðslega orðinn þreyttur á þessum Kaupþingsgæjum sem sitja fyrir manni í Kringlunni. Þeir eru alltaf á sínum stað á annarri hæðinni og þar sem ég er frekar vanafastur þá fer ég yfirleitt inn um aðal innganginn á neðrihæðinni upp rúllustigann, inn ganginn og beint í flasið á þeim. Þetta er minn rúntur í KringlunniBlush

Aldrei skal ég muna eftir þeim og það er alltaf sama sagan, þeir virðast hafa eitthvert sérstak dálæti á að góma mig og reyna að  fá mig í viðskipti við Kaupþing, sama hversu of ég afþakka það. Eins virðis sama hvernig ég reyni að læðast framhjá þeim, alltaf ná þeir að króa mig afDevil

Það er eins og þeir séu í stórfiskaleik, þú sleppur ekki! amk ekki  alltaf, einhvern tíma náum við þér ...nema ég, ég slepp ALDREI! þeir ná alltaf að nappa mig.

En ég er búinn sjá við þessu gæjum, ég er hættur að fara í KringlunaCool

 


Að vel ígrunduðu máli?

Efast um að Björn Ingi hafi hugsað þennan leik sinn til enda. Annars nenni ég ekki að hafa skoðun á þessu.Sick


mbl.is Vilhjálmur: Ákvörðun Björns Inga um samstarfsslit fyrirvaralaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur gegn dauðarefsingum

Evrópuráðið hefur ákveðið að 10. október ár hvert verði "Evrópudagur gegn dauðarefsingu" Með því á að vekja athygli á dauðarefsingu og berjast gegn þessari ömurlegu refsiaðferð.

Þó svo dauðarefsingar standi okkur íslendingum ekki nærri, sem betur fer, þá erum við þó hluti af hinum kristna og  "siðmenntaða" heimi og viljum því reyna að hafa áhrif á og bæta þann heim sem við lifum í. Að dæma einhvern til dauða er ekki í valdi nokkurs mans, sama hver glæpurinn er. Samkvæmt okkar trú hefur Guð aldrei gefið okkur það vald. 

Það skýtur því skökku við að sú þjóð sem telur sig siðmenntaðri og kristnari en festar aðrar skuli enn árið 2007 vera framkvæmdar dauðarefsingar. Með forseta sem er blóðþyrstari en flesti fyrirrennarar hans. Og hann þykist vera harður kristintrúar maður Hvar er kærleikur og fyrirgefningin, sem eru jú tvö af grundvallar hugsunum kristinnar.

Ja, hræsnin hún er allavega til staðar.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband