Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Níutíu og níu og níutíu

Jæja, best að láta þessu bloggfríi lokið....

Ég var eiginlega búinn að ákveða með sjálfum mér að nota bloggið í framtíðinni til að fjalla um eitthvað jákvætt og uppbyggilegt, semsagt ekki vera að nöldra og tuða á neikvæðum nótum. Samt verð ég að fá útrás fyrir smá nöldur.

Var nefnilega að horfa á Laugardagslögin á laugardag (nema hvað) og þegar kom að símakostningunni  sé ég að það kostar 99,90 að hringja inn hvert atkvæði.

Mér er svosem alveg sama hvað þetta kostar hvort sem það eru 9,90 kr. eða 999,90 kr. ég tek ekki þátt í svona kosningum, síst af öllu þegar þetta er gert fyrst og síðast  til að hafa fé af fólki enda ertu hvattur látlaust til að kjósa og það sem oftast. Sjónvarpstöðvarnar eru  fyrir löngu hættar að takmarka atkvæðafjöldann við eitt atkvæði úr hverjum síma þar sem það þýðir eðlilega miklu minni tekjur.  Það er bókstaflega allt gert að féþúfu! Svona eins og Sýn gerði hérna um árið þegar þeir létu kjós á milli tveggja leikja sem í boði voru til sýningar eina helgina. Ef ég man rétt þá höfuð þeir tvær millur upp úr krafsinu! Bara fyrir það eitt að láta áskrifendur sína velja leikinn!!! Skammarlegt ekki satt?

En svo er það verðið á atkvæðinu, 99 krónur og 90 aurar. Hvernig er hægt að bjóða manni upp á að greiða atkvæði sem endar á 90 aurum? Ef ég kýs einu sinni þá er verðið hækkað upp í 100 krónur á símareikningnum.  Ef þeir endilega vilja slá ryk í augun á fólki með að láta sem atkvæðið kosti ekki 100 krónur, sem það í rauninni kostar, ættu þeir í það minnsta að sjá sóma sinn í að láta það ekki kosta meira en 99 krónur sléttar. Svo er annað, má bjóða upp á stakan hlut eða þjónustu sem ber aura í verðinu? Spyr sá sem ekki veit

Já, nú hef ég létt þessu af mér og lýður svo miklu, miklu betur... Wink


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband