Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Íslenska smjörið vont

Undanfarið hef ég verið að lesa blogg um vax, krem, smyrsl og allskyns fegrunar og tískufyrirbæri sem eiga að bæta heilsu útlit og vellíðan vænti ég. Öll eru þessi skrif hin skemmtilegustu enda oftar en ekki verið að gera létt grín af öllu.

Eitt er það undrameðal sem ekki hefur verið nefnt á nafn hér en það er gamla góða júgursmyrslið sem var til á hverju heimili hér áður fyrr amk til sveita. Held það hafi bara virkað vel gegn hinum ýmsu húðkvillum.

Það minnir mig á sögu sem ég heyrði að þjóðverja einum sem ferðaðist um landið fyrir nokkrum árum. Hann lýsti ánægju sinni með fólkið, landið og allt það sem hann upplifði. Maturinn fannst honum virkilega góður og hafði hann orð á að hvergi fengi hann eins ferskan og góðan mat.

Eitt fannst honum þó með ólíkindum vont og það var íslenska smjörið og sagði hann að það væri alveg sama með hverju hann reyndi að borða það, það væri bara svakalega vont.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hann var að tala um júgursmyrsl!Grin


Setið á hakanum

Í dag lét fólk mig sitja á hakanum og það er ekki gottAngry. Eiginlega er það ferlega vont. Skil ekkert hvernig maður lætur fara svona með sig og ef þið hafið ekki prufað það þá eru til betri sæti en haki!!!


Geisp....

Gott að þetta var í Héraðsdómi, þá á það eftir að fara í Hæstarétt og svo og svo og svo......

Ég get varla beðið eftir niðurstöðum þaðan þetta er svoooooo spennandi mál.


mbl.is Jón Ásgeir sýknaður en Tryggvi og Jón Gerald sakfelldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deit

Heyrðu! Fór á deit um daginn,

Bauð henni í bæinn,

á svona stað er selur kaffi

með útlensku staffi.

Ég sagði "Tú latte plís"

því oftast  það ég kýs.

Ég bauð henni í horninu sæti

því það var utan við skarkala og læti.

Vildi hafa þar næði

svo gætum við spjallað bæði.

Nú orðin frá vörum hennar tóku að streyma

og hún ræddi um heima og geyma.

Nú ég sagði fátt

enda talaði hún dátt.

Ég hugði ná mér í ábót

en komst ekki frá, hún talaði svo ótt.

Hún hafði frá mörgu að segja

sem flestir mundu um þegja

hún hafði dansað og drukkið

og stjórnlaust stundað sukkið

Frá öllu má ei greina

því betra er sumu að leyna

en loks koma að því að loka

svo ekki mátti þar doka.

Hún bauð mér í geim

ég kurteis bauð far heim

hún það þáði

og er þangað náði

hún inn mig vildi

ef maður hennar skildi

ekki vera heima við

hún þyrfti að fá einhvern til við sig

"Áttu mann?"

ég ekki við þetta kann.

Hún brosti svo undurblítt

"Ert´ekki til í að pruf´eitthvað nýtt?"

Hneykslaður þessu ég neita

og ákveð á einkamál næst að leita.

 

 


Kæru bloggvinir!!

Kæru bloggvinir og aðrir sem þetta lesið, ef þið komið á Red Chili á laugavegi þessa helgina, þá fáið þið 20% afslátt af því sem þið verslið!!!! Eina sem þið þurfið að gera er að nefna að þið þekkið migGrin og maturinn verður miklu betri og afslátturinn er ykkar...... Og nú,,, kæru vinir, KÍKIÐCool Á LAUGAVEG 176,,,, ÞIÐ ERUÐ ÖLL VELKOMIN HeartInLove


Ævintýri á rauðu ljósi

Stoppaði á rauðu ljósi í dag og upp að mér rennur hvítur Benz hægramegin. Ég gjóa augunum á bílstjórann og sé þá að það er einstaklega myndarlega kona á besta aldri.

Hún lýtur til vinstri og beint á mig þannig að ég flýti mér að lýta undan, enda vil ég ekki láta lýta út eins og ég sé að stara á hana.

Samt lýt ég til baka og hún er enn að horfa í átt að mér og nú er komið á hana smá bros sem færist yfir andlitið.

Ég brosi til baka en skil samt ekkert hvað þessi fallega kona er að meina....

Hún bara brosir meira og er ekki laust við að smá hlátur fylgi og svo segir hún eitthvað við sessunaut sinn sem ég sé nú fyrst er hann hallar sér fram og horfir líka í átt að mér. Þetta er líka gullfallega kona og saman brosa þær og eru eitthvað að tala saman.

Ég færist heldur í aukanna og er farinn að ímynda mér að ég sé að fara að upplifa eitthvað villt ævintýri með þessum tveim. Ég laumast til að kíkja í spegilinn og... jú allt í lagi með útlitið, ég tromma létt með fingrunum á stýrið og rugga höfðinu í takt við tónlistina (það er svo kúl) og þar sem ég er búinn að setja upp þvílíkan töffara svipinn er mér litið til vinstri og þar sé ég starfsmann Reykjavíkurborgar, beran að ofan kolbrúnan með spanjólalúkk, með i-pot í eyrunum að dilla sér með tilþrifum, gersamlega í eigin heimi að syngja í ímyndaðan míkrófón gerða úr rekuskafti.

Þegar græna ljósið loks birtist skildi bíllinn minn eftir tvö svört strik í malbikinu........


Bullur

Það eru til allskonar bullur sem maður rekst á annað slagið. T.d. rakst ég á svokallaða fótboltabullu í gær. Amk tel ég þetta vera bullu þar sem viðkomandi tjáði mér fyrir leik HK og KR að nú mundi Vesturbæjarrisinn vakna af djúpum svefni og rassskella vesæla Kópavogsstráka.

Annað kom nú á daginn eins og flestir vita og ef eitthvað er þá væri það helst að Kópavogsstrákarnir hafi svæft risann í Vesturbænum svefninum langa..

Nú ég hitt viðkomandi aftur eftir leikinn og var hann þó heldur hnípnari en fyrir leik, samt hélt hann því fram að KR myndi lyfta Íslandsmeistaratitlinum í haust!

Ég kalla viðkomandi "fótboltabullu"


Það er góða veðrið

Smile InLove LoL Grin Tounge Það er sko sól í rvk...... og ér er að vinna......... INNIDevil

Flókin vél, þvottavélin

Eitt er það með okkur karlana að við erum svo snjallir á allt sem heitir vélar og tæki.

Þess vegna eru konurnar ekkert að kíkja undir húddið á bílnum, enda ekki gerðar til að hafa vit á því sem leynist undir því. Tölvur og prógrömm eru heldur ekki þeirra svið nema að við kennum þeim á hvoru tveggja svo við séum ekki stimplaðar karlrembur

Eitt er það þó tækið sem okkur hefur reynst erfitt að læra á og það er, þvottavélin.

Veit ekki alveg hvað veldur en sennilega er þetta tæki of auðvelt og auðskilið svo við nennum að eyða tíma í að læra á það.

En sökum þess að ég er orðlagður fyrir að vera mikill jafnréttissinni og vill alltaf leggja mig fram við að sinna heimilisverkum jafnt á við þær konur sem ég hef deilt lífinu með, ákvað ég að þvo mín föt sjálfur og læra þess vegna á þessa lítt spennandi vél.

Ég skellti því mínum flottu boxvernærbuxum í vélina og horfði svo á stjórnborðið, sem ég skyldi ekkert í.

-Heyrð'elskan, á hvaða stillingu set ég?

-Nú, á þá sem sendur á brókinni. Svaraði hún

-Ha???, kallaði ég. -Hér býr, stubbur!!


Hvar var sá nítugasti

Fyrir nokkrum árum var ég að vinna á Hornafirði og eins og gengur og gerist þá fór maður stundum á ball og aðra menningarviðburði sem þar voru í boði.

Man alltaf eftir einu tilfelli sem við kunningjarnir vorum að drekka okkur til áður en halda skildi á ball á Víkinni sem var og er eflaust enn aðal samkomustaður Hornfirðinga.

Einhver vildi kanna hvernig stemmingin væri á staðnum og hvort margir væru mættir svo hann hringdi í vertinn og spurði hann hversu margir væru komnir á ball.

-Ja það eru svona eitthvað á milli áttatíu og níu og níutíu mættir, var svarið sem hann fékkW00t


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband