Einn góður!

Gamli kúrekinn kemur inn á kránna sína eins og hann hefur gert flest kvöld í hálfa öld. Hann sest við barinn og fær sitt wisky. Stuttu síðar kemur ung kona inn á kránna og sest við hliðina á gamla kúrekanum. Hún lítur á hann og spyr svo. "Ertu alvöru kúreki?"

"Já, ég er alvöru kúreki. Allt mitt líf, hef ég búið og starfað á búgarðinum mínum. Setið hesta, snarað naut, reyst girðingar, já ég er alvöru kúreki."

Þau sitja áfram við barinn og gamli kúrekinn gjóar augunum á ungu konuna. "En hvað ert þú góða mín?" spyr hann.

"Nú aldrei hef ég verið á búgarði" segir hún "en ég er lessbía. Allt frá því ég vakna á morgnanna, borða morgunmatinn, er í vinnunni, fer í hádegismat, kem heim, horfi á sjónvarpið, fer að sofa, þá bara hugsa ég um konur. Ég gersamlega hugsa um konur allan daginn og jafnvel dreymir þær á næturnar. Þannig að ég er lessbía"

Stuttu síðar kveður konan en inn kemur par sem fær sér sæti hjá gamla kúrekanum.

Maðurinn lítur á gamla kúrekann og spyr. "Ertu alvöru kúreki?"

"Allt mitt líf hef ég talið svo" svarar gamli kúrekinn "og alveg þar til rétt áðan en þá komst ég að því að ég er lessbía!!!!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband