Fúll á móti

Þið munið kanski eftir honum fúla á móti sem hann Bjartmar söng um. Hann lifir góðu lífi í dag og byrtist í formanni VG, Steingrími J.

Muniðið eftir því hvernig hann var á móti bjórnum fyrir tuttugu árum síðan, hmm nú talar hann um bjórverksmiðju sem vænlegan kost í stað stóriðju!!

Hann var á móti Flugstöð Leifs Eiríkssonar, í dag talar hann um ferðaiðnað sem stóriðju framtíðarinnar.

Hann er á móti virkjunum, í dag talar hann um Bláa lónið sem dæmi um vel heppnaða framkvæmd, hvað er Blaá lónið!!!

Ef fólk  skoðar aðeins til baka þá sér það að Steingrímur J hefur verið á móti flestu ef ekki öllu því sem þessi ríkisstjórn hefur staðið fyrir og svo skulum við hugsa í hvaða sporum við værum ef hann og hans líkir hefðu stjórnað hér s.l. 12 ár.... Trúlega langar okkur ekki til að hugsa þá hugsun til enda.....

Hann Steingrímur er fúll á móti eins lengi og hann getur. Síðan þegar búið er að framkvæma það sem fer í taugarnar á honum og hrakspár hans hafa ekki gengið eftir þá tekur hann sömu mál upp og gerir að sínum og er skrítið þó sumir hér á blogginu tali um Ragnar Reykhás og Steingrím í sömu andrá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Góður.

Skál fyrir því. 

Örvar Þór Kristjánsson, 6.5.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband