Kýr, um kú, .......

Ég á einn vin sem kalla mætti  snilling á einu sviði en minni snilling á öðru. Ekki eins og ég, meðal maður á mörgum sviðum, hvergi snillingur hehe... Jæja hann hefur þann vana að þurfa alltaf að rökræða við mig um alla skapaða hluti hvort svosem hann hefur á þeim vit eður ei.

Ekki man ég upphafið á rökræðum okkar um orðið: kýr. En við vorum að deila um beygingu orðsins og vorum alls ekki sammála fremur en venjulega, auk þess að þykjast hafa vit á öllum sköðuðum hlut, þá hefur hann þann vana að vera alltaf ósammála mér. Hann segir að lífið snúist um að rökræða, því að annars fáist ekki botn í neitt ef ég hef eina skoðun þá verður  hann að setja sig á móti til að vitræn niðurstaða fáist í málið, svona Morfís stíll á þessu hjá okkur . Yfirleitt er það þannig að ég gefst upp og leyfði honum að eiga heiðurinn af að hafa rétt fyrir sér. Stundum sný ég þó á hann. Þannig er að hann  er mikill aðdáandi Manchester United og það þýðir að ekkert lið er fremri þeim alveg sama hver stað liðsins er. Þannig að stundum þegar ég vil stríða honum þá segi ég t.d.: “Manchester United er langbesta lið í heim” Samkvæmt lögmáli hans þá á hann að setja sig á móti mér og rökræða þetta frekar en  oftast kemur lítið upp úr honum þannig að ég ýti á eftir “Og villtu ekki ræða það vinur minn” Yfirleitt kemur hann með einhverja dapurlega afsökun einsog “Æji, ég er eitthvað svo slappur í dag, það liggur eitthvað svo illa á mér” Ef ég hinsvegar brydda upp á einhverju öðru til að ræða þá er allur slappleiki löngu gleymdur

Jæja við vorum að ræða um kúnna og ég með mína íslenskukunnáttu sem ég hafði að mestu frá barnakólakennar mínum  Sveini Herjólfssyni og svo mömmu, þóttist nú alveg vita hvernig orðið væri beygt. Auðvitað vissi ég að hann gæti ekki verið sammála mér og hlakkaði til að takast á við hann, nú var ég þó á heimavelli, sveitmaðurinn sjálfur, búinn að umgangast kýrnar frá því ég mundi eftir mér og í þetta sinni ætlaði ég ekki að gefa honum sigurinn.

En auðvitað mátaði hann mig. Eftir nokkra umhugsun kom hann með svarið. "Arnfinnur, minn,"hann gat verið mjög hátíðlegur ef sá var gállinn á honum. "svona er þetta,: kýr, um kú, frá kusu, til belju"

Skák og mát!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband