Stærsti sigurinn

Ég er mikill áhugamaður um knattspyrnu og hef gaman af að fylgjast með þeim skrítna leik. Ég stundaði þetta sport líka töluvert á árum áður en undanfarin ár hefur áhuginn flust að mestu yfir í sjónvarpssófann.

Þó svo ferill minn sé ekki titlum og medalíum skreyttur þá eru augnablikin og minningarnar engu að síður margar mjög skemmtilegar og gaman að rifja þær upp. Sennilega er sumarið sem ég spilaði með Hugin Fellum, sem sennilega er eitthvað það lélegasta lið sem fram hefur komið í íslenskir knattspyrnu, það allra minnisstæðasta og jafnvel það skemmtilegasta.

Við töpuðum flestum leikjum með tveggja stafa tölu og vöktum gríðarlega athygli fyrir skrautlega úrslit. Þetta var ekki allt alslæmt, t.d. gerði Bjarni Fel úrslitum okkar alltaf góðskil í íþróttafréttum, við lentum í blaðviðtali í Helgarpóstinum sáluga og sveitastjórinn okkar sagði mér að eitt sinn er hann átti erindi við fjárlaganefnd alþingis þá hafa sveitarfélagið verið vel kynnt; "Er það ekki þaðan sem Huginn Fellum er?" Hann var ekki frá því að erindi hans hafi fengið fljóta og góða afgreiðslu vegna þess hversu vel liðið ver kynnt.

Þar sem það eru liðin tæp fimmtán ár síðan þetta fræga lið var og hét held ég að sé óhætt að rifja þetta upp enda þekki ég engan sem hefur borið skaða af að hafa tekið þátt í þessu.

Lengi vel kíkti ég í bókina "Íslensk knattspyrna" þegar hún kom út á haustin svona til að skoða hve mörg lið væru enn starfandi sem ættu okkur að þakka stærsta sigur sinn.

Alltaf er mér samt minnisstæðast þegar ég las tölfræðiniðurstöður um okkur. Stærsti sigur: 1:1 gegn Austra 14.júni á Eiðavelli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

1-1 !!  Þetta er stórkostlegt afrek

Anna Einarsdóttir, 15.5.2007 kl. 00:21

2 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Ungmennafélags og Ólimpíuandinn, góða mín, aðalmálið að vera með, alls ekki að vinna........... sjör!!!

Arnfinnur Bragason, 15.5.2007 kl. 16:59

3 Smámynd: Davíð Bragason

Ég er enn að býða eftir draumaliðinnu þínu

Davíð Bragason, 17.5.2007 kl. 14:07

4 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Já  Dabbi, ég skal skrá það í dag

Arnfinnur Bragason, 17.5.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband