Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Fúll á móti

Þið munið kanski eftir honum fúla á móti sem hann Bjartmar söng um. Hann lifir góðu lífi í dag og byrtist í formanni VG, Steingrími J.

Muniðið eftir því hvernig hann var á móti bjórnum fyrir tuttugu árum síðan, hmm nú talar hann um bjórverksmiðju sem vænlegan kost í stað stóriðju!!

Hann var á móti Flugstöð Leifs Eiríkssonar, í dag talar hann um ferðaiðnað sem stóriðju framtíðarinnar.

Hann er á móti virkjunum, í dag talar hann um Bláa lónið sem dæmi um vel heppnaða framkvæmd, hvað er Blaá lónið!!!

Ef fólk  skoðar aðeins til baka þá sér það að Steingrímur J hefur verið á móti flestu ef ekki öllu því sem þessi ríkisstjórn hefur staðið fyrir og svo skulum við hugsa í hvaða sporum við værum ef hann og hans líkir hefðu stjórnað hér s.l. 12 ár.... Trúlega langar okkur ekki til að hugsa þá hugsun til enda.....

Hann Steingrímur er fúll á móti eins lengi og hann getur. Síðan þegar búið er að framkvæma það sem fer í taugarnar á honum og hrakspár hans hafa ekki gengið eftir þá tekur hann sömu mál upp og gerir að sínum og er skrítið þó sumir hér á blogginu tali um Ragnar Reykhás og Steingrím í sömu andrá?


Voru Adam og Eva ekki hvít?

"Ég trúi ekki að Adam og Eva hafi verið fyrsta fólkið á jörðinn" sagði sjö ára gamall sonur minn við mig í dag.

"Nú ekki það" sagði ég aldeilis hissa á þessum pælingum hans.

"Nei ekki ef þau hafa verið hvít, þá geta þau ekki hafa átt svört börn"

"Nei það er svosum rétt hjá þér, sé ekki hvernig það ætti að ganga upp, annars hef ég ekki velt þessu mikið fyrir mér" sagði ég hálf ráðþrota við þessum hugsunum hans. Börnin geta oft komið okkur í bobba með hugleyðingum sínum og þá sérstaklega trúarlegs eðlis sem erfitt er að færa einhver vísindaleg rök fyrir og verður þá að grípa til biblíulegrarröksemda eins og "vegir Guðs eru órannsakanlegir vinur minn" sem mér er frekar illa við að nota nema í algjörri neyð.

"Kanski annað þeirra hafi verið svart en hitt hvítt" hélt hann áfram

"Já og þá hafi komið sirka til skiptis hvítt og svart barn" svaraði ég, feginn því að þessar pælingar hans leystust á farsælan hátt og ég  þurfa ekki að hrófla mikið við barnatrúnni hans og því gátu bæði Guð og Darwin verið nokkuð sáttir við mig.

"En pabbi hvaðan komu þá gulu börnin?!!!


Kostnigarbarátta á lágu plani!

Fullyrðingar Skúla Thoroddsens eru það grófasta sem ég hef orðið vitni að í þessari kostingabaráttunni. Þegar menn í hans stöðu eru farnir að leyfa sér að setja fram svona órökstuddar fullyrðingar til að sverta menn og málefni eru menn komnir á mjög lágt plan, svo lágt að manni misbýður svona framkoma.

Hvað segir Starfsgreinasambandið? Eru menn þar sáttir við þess kostningabrellu framkvæmdastjórans, ég vona allavega að honum verði ekki kápan úr klæðum í þessu máli. Hann á það ekki skilið.

Nei Skúli Thoroddsen, lélegur karakter ertu!


mbl.is Segir að byrjað sé að undirbúa sölu Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband