Er ég rasisti?

Ég á marga vini og kunningja sem fæddir eru annarsstaðar en á Íslandi en hafa búið hér um lengri eða skemmri tíma. Sumir jafnvel komnir með íslenskan ríkisborgararétt. Ég hef ekkert nema gott um þessa vini mína að segja og hef ekkert á móti að hér búi fólk af erlendu bergi. Hins vegar spyr ég mig hvort ekki veriði að fara að setja einhverjar hömlur á innflutting erlends fólks til landsins. Ég tel að ef ekkert verði gert í þessum málum þá séum við í mikilli hættu að glata  miklu af menningu okkar. Maður getur ekki sest inn á kaffi eða veitingahús nema tala ensku. Í Bónus er algengara að heyra eitthvað annað mál en íslensku. Strætóbílstjórarnir skilja mann ekki og svona mætti lengi telja. Þetta er víst bara í fínu lagi segja margir, við viljum hafa fjölmenningarþjóðfélag. Og hingað til hefur maður ekki heyrt neinn mótmæla þessum fjölmenningarþjóðfélagsrökum. En fjandakornið ég vil vera íslendingur og búa á Íslandi, tala íslensku á kaffihúsum og við strætóbílstjórann. Ég vil benda á að íslenskan er á lista yfir þau mál sem talin eru í hættu á að muni deija út á næstunni sökum þess hve fáir tala málið. Ef ég telst rasisti, sé ég á móti fölmenningarþjóðfélagi, nú þá er ég rasisti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, já!

Auðun Gíslason, 19.4.2007 kl. 00:44

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er bara sammála þessu.  Það má öllu ofgera - of margir innflytjendur á of stuttum tíma er of mikið fyrir mig.

Anna Einarsdóttir, 22.4.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband