Vinstra afturhaldið fer ekki í taugarnar á mér!!!

Það var einhvern tíma á haustmánuðum að ég tók ákvörðun um að breyta ýmsu í fari mínu, fór í smá naflaskoðun og útkoman var m.a. að hætta að láta dauðahluti, misviturt fólk og ýmislegt sem ég get engu um ráðið vera að fara í taugarnar á mér. Brosa bara í umferðinni, brosa bara við skrítnum skoðunum, brosa bara þó veðrið væri ekki eins og ég vildi hafa það, brosa bara þó einhver ryddist framfyrir mig í biðröð o.s.frv.

Þannig hef ég t.d. reynt að lát Vinstra afturhaldið EKKI fara i taugarnar á mér, jafnvel þó þeir virðist hafa eitt að markmiði að þurka Framsóknarflokkinn út Ætti sem framsóknarmaður að vera hálf pirraður útí þá. En ég trú á kjósendur og held þeir láti ekki svona afturhaldssaman kredduflokk plata sig ekki svona þegar fariði er að skoða fyrir hvað þetta afturhald stendur.

Það er í raun ótrúlegt að árið 2007 sé að finna framboð sem er eins langt aftur í fornöld og Vinstri grænir. Þó þeir vilji ekki viðurkenna það þá fer það ekki framhjá nokkrum manni að í þeirra huga eru bara vondir menn sem græða peninga og í þessa peninga verður að ná. Bankarnir eru vondar stofnarnir af því að þær græða. Það er vont að lát ríkisfyrirtæki í hendur einkaaðila jafnvel þó tekjur ríkisins af þessum fyrirtækjum hafi við það margfaldaðst. Nei, vinstra afturhaldið vill og ætlar sér að miðstýra sem flestu og það leynist ekki þegar gamall Stalínkommi eins og Ögmundur opinberar sig of mikið.

En nei ég er ákeðinn í að láta ekki misvitra menn fara í taugarnar á mér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég mundi nú segja að þú sért á beinu brautinni.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2007 kl. 23:55

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ef þú smælar framan í heiminn......

Það ætti að vera okkar kosningaslagorð....

Eiður Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 05:29

3 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Satt segirðu Eiður, smælum bara hehe...

Arnfinnur Bragason, 22.4.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband