Dráttarvélakaup

Ein saga úr sveitinni. Auðvitað er búið að breyta nöfnum til að eiga ekki á hættu að særa neinn, en auðvitað er sagan byggð á sönnum atburðum, nema hvað. 

Það var fyrir nokkrum árum að þeir feðgar Gunnar á Læk og Bessi sonur hans fóru að ræða það sín á milli að líklega væri orðið nauðsinlegt að festa kaup á nýlegri dráttarvél og þá helst öflugri en nallinn sem var komin nokkuð til ára sinna þó hún væri yngsta vélin í flotanum. Jú og svo væri trúlega betra hefði hann drif á öllum hjólum. En þar sem þeir voru nú ekki þeir skjótustu til verka og þurftu oft að jamla og jæja áður en til ákvarðanna var komið þá dógst að eitthvað gerðist í því að fest væri kaup á nýrri vél.

Tóta gamla skjóta, kona Gunnars og móðir Bessa var aftur á móti ekkert að tvínnóna við hlutina væri það hún sem hefði ákvörðunarvaldið. Henni leyddist þófið hjá þeim feðgum og var búin að jagast í þeim í einhverjara vikur er hún frétti að Halli á Höfða ætlaði að selja nýlega dráttarvél sem hann átti. Bæði var þessi vél mun voldugri en stæðrsta vélin á Læk og auk þess með drifi á öllum hjólum. Þetta var því alveg kjörin vél fyrir búið á Læk og Tóta hreinlega rak þá feðga á fund Halla með það í huga að þeir keyptu vélina.

Jú þeir fóru og fundu Halla og skoðuðu hjá honum vélina, síðan ræddu þeir hugsanleg kaup á henni og fóru síðan heim með verðtilboð sem þeir þurftu að fá einhverja daga til að velta fyrir sér.

Já svo liðu dagar og ekkert gerðisti í dráttarvélakaupum. Tóta fór að ókyrrast og var alltaf að spyrja um vélina hvort ekki væri kominn tíma á að klára þessi viðskipt áður en hún yrði seld  bara einhverjum öðrum. Jújú rétt var það eitthvað þyrfti að fara að gerast. Þeir feðgar hittu á Halla og ræddu hugsanleg kaup og svo þurftu þeir að hugsa málið aðeins betur en svo fór þó að lokum að þeir komust að þeirri niðurstöðu að best væri sennilega að skellasér bara á upphaflegt tilboð hans Halla og drífa kaupin af.

Því var það að þeir fóru á fund hans með aurana upp á vasann tilbúnir að ganga frá kaupunum. Heldur varð þeim því brugðið er Halli tjáði þeim að hann væri búinn að selja vélina og það fyrir nokkrum dögum síðan.  "Ah bévítas ólán " var það var það eina sem Guinnar gamli gat sagt. "Má ég spurja hver það var sem keypti vélina?" stundi þá Bessi "Nú auðvitað hún Tóta!" var svarið sem þeir fengu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband