Hugleiðsla í Rúmfatalagernum

Anna bloggvinkona mín bloggar um það í dag að hún hafi farið á hugleiðslunámskeið í Reykholtsdalnum í dag og efast ég ekki um að það hefur verið bæði ganglegt og gott.

Þegar ég las það þá datt mér í hug að í dag var ég í hálfgerði hugleiðslu í Rúmfatalagernum þar sem ég stóð fyrir framan stóran rekka af lökum. Ætlaði að kaupa mér tvö stykki og var að velta fyrir mér litnum. Þetta kostaði smá hugleiðslu þar sem ég var ekki viss með hvaða lit ég ætti að taka.

Fyrst datt mér til hugar að grípa bara tvö hvít lök og láta þar við sitja... en svo fannst mér það einhvervegin ekki nógu praktísk. Það sér svo helv... fljótt á þeim.

Það var svo sum hægt að kaupa fleiri lit sem mér leist nú svona og svona á en svo sá ég svört lök, auðvitað það var lausnin þá þyrfti ég ekki að skipta nema mánaðarlega eða svo. Flott!!!

En þá mundi ég allt í einu eftir konunni sem kom inn í fatadeildina í Kaupfélaginu á Egilsstöðum fyrir mörgum árum og hugðist kaupa sér nærbuxur.

-Ég vil fá svartar, sagði hún

-Já, hér á ég svartar, svaraði afgreiðslukonan.´

-Ég er nefnilega á ferðalagi og með því að hafa þær svartar þá sér ekkert á þeim í a.m.k. viku!

Þetta rifjaðist upp fyrir mér og heim fór ég með hvít lök og pakka af þvottefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... þetta var skemmtileg hugleiðsla Arnfinnur, á hvaða hitastigi þværðu svo lökin??? er þvottavélin í sæmilegu ástandi þessa dagana???... ég held ég gæti ekki sofi á svörtum lökum, það væri eins og að stökkva inn í svarthol, erfitt að finna rúmið í myrkrinu  og örugglega kengruglaðar draumfarir... annars er draumurinn hjá mér að eignast Damask rúmföt...

Brattur, 2.9.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: Arnfinnur Bragason

..heyrðu dóttir mín  býr hjá mér í vetur og kann alveg á vélin (hef ekki enn beitt þínum ráðum á hana). Já held ég hefði aldrei meikað að sofa á svörtu... átti einu sinni lök úr satíni og það var alveg ferlegt, endaði oftar en ekki úti á gólfi

Arnfinnur Bragason, 2.9.2007 kl. 22:42

3 Smámynd: Brattur

... ég held nefnilega að ég hafi verið "Prinsessan á bauninni" í fyrra lífi... það má ekki vera hálft sandkorn á lakinu til að ég finni það ekki stingast upp í bakið á mér... heyrðu satín... hvur andskotinn er það...?

Brattur, 2.9.2007 kl. 22:48

4 Smámynd: Arnfinnur Bragason

.....það er eitthvað verulega sleipt!!!!

Arnfinnur Bragason, 2.9.2007 kl. 23:15

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

En Brattur, þú hlýtur að þola kexmimilsnu í rúminu þínu eða hvað.

Ég var einu sinni búandi á Austurlandi.  Það er nokkuð langt síðan, en þá fékkst bara OmO og Sparr í kaupfélaginu. Ekki átti ég sjálfvirka þvottavél, en ég átti óskaplega falleg hvít rúmföt, bæði útsaumuð með harðangur og klaustursaum.

Eitt sinn er ég kom heim úr vinnu, þá hafði maðurinn minn austfirski, bæði skúrað gólf, þvegið þvott og hengt út á snúru.  Síðan hefur enginn af mínum mönnum fengið veiðileyfi á þvottavélina.  Ég sé um þvottinn sjálf.  Út á snúru þarna í Austfjarðarþokunni héngu rauðbrúnflekkótt rúmföt og rauðkoflótt ullarteppi.   Datt þetta bara í hug og er hlessa á að sjá tvo karlmenn vera diskotera þvott og þvottavélar.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.9.2007 kl. 19:06

6 Smámynd: Brattur

... Imba... ekki vera hlessa... við Arnfinnur lumum á okkur... erum ekki alveg ósjálfbjarga...

Brattur, 3.9.2007 kl. 20:41

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mikið dj..... hlakka ég til að hitta ykkur.  En aldrei fáið þið að þvo þvottinn minn.  Hann er minn. 

En ég ætla svei mér þá að máta ykkur.

Ég verð ekki við á blogginu í kvöld, er að fara á Grieg tónleika og reyni svo að fara snemma í háttinn til að ná brauðinu.  Maður verður ´nú að vera vel úthvíldur þegar maður tekur  6-7 skákir í rikk.  Ég var að rifja upp mannganginn í gær, enda 40 ár síðan ég tefldi síðast.  Er það ekki rétt munað  hjá mér að hestarnir geta stokkið yfir aðra menn? 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.9.2007 kl. 16:33

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Arnfinnur,  Hvað meinar þú með viðhald?  Það er til margskonar veistu, enda bendir spurningaleikurinn þinn til þess.  Ef eitthvað jákvætt er við viðhald, þá meina ég þetta hefðbunda, sem mörgum finnst gaman að kjafta um, þá segi ég:  Þau eru helvíti skemmtileg, þar til maður verður fyrir því sjálfur að makinn fer að halda við eitthvern annan en mann sjálfan.  Daui og dj.......

Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.9.2007 kl. 16:39

9 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Imba, þetta er auðvitað bara orðaleikur og hver og einn leggur þá meiningu sem hann vill í það

Arnfinnur Bragason, 5.9.2007 kl. 14:53

10 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Rétt Brattur, við erum ekki allir þar sem við erum séðir.. við erum nefnilega líka ósýnilegir .... á köflum.... hmmm sést mér yfir eitthvað, hvað er að vera ósýnilegur á köflum???? Sér þú það nokkuð....

....dauði og dj..... eins og Imba orðar það, nú held ég að ég sé orðinn alvarlega heilabilaður sem er jú bara jákvætt fyrir ykkur skákandstæðinga.

SJÁUMST

Arnfinnur Bragason, 5.9.2007 kl. 17:32

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta er holl lesning..... OmO og Sparr.... man eftir því, þótt ég vilji helst ekki viðurkenna það. 

Veistu Arnfinnur,.. þú ert ekkert heilabilaður, þú hefur bara verið HEILAÞVEGINN. 

Anna Einarsdóttir, 5.9.2007 kl. 21:36

12 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Með omo eða sparr

Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.9.2007 kl. 22:46

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vonandi með Milt fyrir barnið !

Anna Einarsdóttir, 5.9.2007 kl. 22:54

14 Smámynd: Brattur

... sama hér Ægir, að brjóta saman þvott fer svolítið í urgið á mér... bara eiginlega kann það ekki... enda hengi ég bara allt upp á herðatré... málið leyst

Brattur, 6.9.2007 kl. 00:33

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Keypti mér akkúrat eitt slíkt um daginn....þ.e. lak og að vísu mýkingarefni....

Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 17:56

16 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mýkingarefni veldur sveppaóþrifum í þvottavélum sem smitast í þvottinn og lyktin verður bara ógeðsleg.  Mýkingarefni veldur líka ofnæmi.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.9.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband