Stöndum með Ástu Lovísu!

Eftirfarandi blogg er tekið af bloggsíðu Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur sem eins og flest allir landsmenn vita berst hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm.

24.4.2007

Enn á spítala

Hún Ásta okkar er ennþá á spítalanum   Sýklalyfið sem hún var að fá í æð er ekki að virka nógu vel þannig að hún var sett á aðra tegund af sýklalyfi.  En því miður þá veldur það leiðindar aukaverkunum fyrir Ástu, ógleði og uppköst.  Vonum bara að það virki.  Ásta er ennþá að rjúka upp í hita og læknarnir eru ekki vissir um hvað það er sem veldur því, hvort það er gallblaðran eða eitthvað annað.  Þeir tala um hugsanlegan "tumor fever" sem kemur stundum hjá krabbameinssjúklingum, en ekkert er staðfest.

Góðu fréttirnar eru þær að það náðist loks í lækninn í NY og áætlaður ferðatími Ástu út verður 6. maí n.k.  Hún hefur þá góðan tíma til að hressast og ná kröftum til að ferðast til NY.  

Ástan okkar er komin með heimþrá eftir rúmlega viku spítalalegu og þráir að komast heim.  Sendum henni fallegar hugsanir, bænir og orku svo að það verði sem fyrst.

kv.
Arndís
Með því að setja inn þessar fréttir af henni langar mig að minna á að senda henni og öðrum þeim sem eru í svipuðum sporum, góða strauma í því formi sem hverjum og einum hentar t.d. með bænum. Hér er heimasíðan hennar  http://www.123.is/crazyfroggy/ endilega farið inn og ritið eitthvað uppörvandi í gestabókina hennar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband