Færsluflokkur: Bloggar
Dráttarvélakaup
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Ein saga úr sveitinni. Auðvitað er búið að breyta nöfnum til að eiga ekki á hættu að særa neinn, en auðvitað er sagan byggð á sönnum atburðum, nema hvað.
Það var fyrir nokkrum árum að þeir feðgar Gunnar á Læk og Bessi sonur hans fóru að ræða það sín á milli að líklega væri orðið nauðsinlegt að festa kaup á nýlegri dráttarvél og þá helst öflugri en nallinn sem var komin nokkuð til ára sinna þó hún væri yngsta vélin í flotanum. Jú og svo væri trúlega betra hefði hann drif á öllum hjólum. En þar sem þeir voru nú ekki þeir skjótustu til verka og þurftu oft að jamla og jæja áður en til ákvarðanna var komið þá dógst að eitthvað gerðist í því að fest væri kaup á nýrri vél.
Tóta gamla skjóta, kona Gunnars og móðir Bessa var aftur á móti ekkert að tvínnóna við hlutina væri það hún sem hefði ákvörðunarvaldið. Henni leyddist þófið hjá þeim feðgum og var búin að jagast í þeim í einhverjara vikur er hún frétti að Halli á Höfða ætlaði að selja nýlega dráttarvél sem hann átti. Bæði var þessi vél mun voldugri en stæðrsta vélin á Læk og auk þess með drifi á öllum hjólum. Þetta var því alveg kjörin vél fyrir búið á Læk og Tóta hreinlega rak þá feðga á fund Halla með það í huga að þeir keyptu vélina.
Jú þeir fóru og fundu Halla og skoðuðu hjá honum vélina, síðan ræddu þeir hugsanleg kaup á henni og fóru síðan heim með verðtilboð sem þeir þurftu að fá einhverja daga til að velta fyrir sér.
Já svo liðu dagar og ekkert gerðisti í dráttarvélakaupum. Tóta fór að ókyrrast og var alltaf að spyrja um vélina hvort ekki væri kominn tíma á að klára þessi viðskipt áður en hún yrði seld bara einhverjum öðrum. Jújú rétt var það eitthvað þyrfti að fara að gerast. Þeir feðgar hittu á Halla og ræddu hugsanleg kaup og svo þurftu þeir að hugsa málið aðeins betur en svo fór þó að lokum að þeir komust að þeirri niðurstöðu að best væri sennilega að skellasér bara á upphaflegt tilboð hans Halla og drífa kaupin af.
Því var það að þeir fóru á fund hans með aurana upp á vasann tilbúnir að ganga frá kaupunum. Heldur varð þeim því brugðið er Halli tjáði þeim að hann væri búinn að selja vélina og það fyrir nokkrum dögum síðan. "Ah bévítas ólán " var það var það eina sem Guinnar gamli gat sagt. "Má ég spurja hver það var sem keypti vélina?" stundi þá Bessi "Nú auðvitað hún Tóta!" var svarið sem þeir fengu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stöndum með Ástu Lovísu!
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
24.4.2007
Enn á spítala
Góðu fréttirnar eru þær að það náðist loks í lækninn í NY og áætlaður ferðatími Ástu út verður 6. maí n.k. Hún hefur þá góðan tíma til að hressast og ná kröftum til að ferðast til NY.
Ástan okkar er komin með heimþrá eftir rúmlega viku spítalalegu og þráir að komast heim. Sendum henni fallegar hugsanir, bænir og orku svo að það verði sem fyrst.
kv.
Arndís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef ég væri sjálfstæðismaður væri ég kátur.
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Ef ég væri sjálfstæðismaður þá væri ég kátur í dag. Ég væri ánægður með árangur ríkistjórnarinnar og þau verk sem hún hefur skilað. Þau eru ekki svo fá, stór og smá. Ég er líka ánægður með þau verk vegna þess að ég er framsóknarmaður.
Það er miklu frekar verkin sem ekki hafa verið unnið eða ekki skilað þeim árangri sem ég hefði viljað sjá. Þess vegan er ég ekki kátur í dag og það er vegna þess að ég er framóknarmaður.
Ef ég væri sjálfstæðismaður þá væri ég bara kátur enda væri mér alvega sama um mömmu, mér væri alvega sama um ellilífeyrisþega, mér væri alveg sama um fé litlar fjölskyldur, mér væri alveg sama um sjúklinga, mér væri alveg sama um öryrkja, mér væri yfir höfuð alveg sama um alla þá sem ekki passa inn í þá mynd sem oft kallað er "almenningur í þessu landi!" Það væri vegna þess að ég væri sjálfstæðismaður og allar tölur benda til þess að "almenningur í þessu landi" hafi það svo miklu betra nú en fyrir 10 til 12 árum. Öryrkjar, sjúklingar, eldriborgarar og aðrir hópar sem eru ekki að skila beinhörðum peningum í ríkiskassan eru bara tölur eða súlur á línuriti. Það gleymist bara svo oft þegar verið er að fjalla um tölur að þær eru ekki fólk og fólk er ekki tölur. Það eru líka til fleiri en ein reikniaðferð til að mæla lífsgæði og það eru líka til fleiri en ein forsemda fyrir útreikningum. Þannig að þrátt fyrir öll hamingjusöm línurit þá hafa þeir hópar sem minnst mega sín, í þessu annars ágæta landi okkar, bara helvíti skítt!
En ég er ekki sjálfstæðismaður, ég er framsóknarmaður og því hundsvektur með ástandið í þessum málum.
......og hana nú!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er að horfa á þig!
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Einn ágætur sem ég heyrði.
Þjófur brýst inn í stórt og glæsilegt hús og hyggst hnuppla þar einhverjum verðmætum. Það var kvöld og myrkur úti sem inni. Engar viðvörunarbjöllur höfðu farið í gang þannig að þjófurinn var nokkuð öruggur með sig. Hann lét ljósgeyslana frá vasaljósinu leika um herbergið sem hann var staddur í.
Allt í einu finnst honum hann heyra sagt: "Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er að horfa á þig"
Þófurinn hrekkur eðlilega við og lítur í kringum sig en sér engann.
Aftur finnst honum hann heyra sömu setninguna: "Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er að horfa á þig"
Nú var hann alveg viss, einhver hafði sagt þetta og hljóðið kom úr einu horni herbergisins.
Þjófurinn færði sig varðlega þangað sem hljóðið hafði komi. Hann lýsir upp hornið og sér þá hvar páfagaukur situr þar í búri. "Halló" segir þjófurinn "Varst þú að segja þetta, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er að horfa á þig?"
"Já já" svarar páfagaukurinn
Þjófurinn er nú búinn að jafna sig á sjokkinu sem hann varð fyrir og spyr páfagaukinn í léttum tón. "Jæja góurinn, heitir þú kanski Ingibjörg Sólrún Gísladóttir?"
"Nei, ég heiti Davíð Oddson"
Þjófuinn skellihlær. "Hvaða hálviti skírir páfagaukinn sinn Davíð Oddson?"
"Sami hálvitinn og skírir rotwailer hundinn sinn Ingibjörgu Sólrúin Gísladóttur"!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Helgarfrí
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Skellti mér í sumarbústað um helgina og hafði það bara helv... gott. Heitur pottur á staðnum og allt. Latur og naut listisemda lífsins í botn. Held ég geri þetta einhvertíma aftur. Engin tölva, ekkert sjónvarp, enginn sími, engin truflun. Svo kem ég heim í dag og kemst að því að Arsenal hafði aðeins náð jaftefli gegn Tottenham...skandall og ég sem hélt að það væri formsatriði að spila þennan leik.. fokk, vissum að kennaliðið hefði unnið þá!
En jæja held að fjölskyldan sé öll heil og veit ekki af neinum náttúruhamförum, vona að framsókn hafi gert eitthvað sniðugt um helgina, þurfa að fara að sparka duglega í vinstra afturhaldið og eins að hætta öllu daðri við íhaldið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hættur að reykja eftir 25 ár!
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Ég hætti að reykja fyrir rétt tæpum þrem mánuðum síðan eftir að hafa reykt nánast upp á hvern dag í um tuttugu og fimm ár!!! Hafði fram að því að ég hætti gert nokkrar tilraunir til að láta af þessum ósið en þær tilraunir höfðu yfirleitt misfarist upp úr miðjum nýársdegi.
Nú ég semsagt hætti reykingum 1. febrúar s.l. og gerði það með þeim hætti að ég drap í sígarettunni og sagðist aldrei setja hana upp í mig aftur né nokkuð sem heitir nikótín.
Mér varð hugsað til þess í dag þar sem ég beið á ljósum og sá flenni stóra auglýsingu þar sem var verið að auglýsa nikótínlyf. Það fer nefnilega fyrir mörgum reykingamönnum þannig að þeir færa sig yfir í annarskonar nikótín. Munntóbak, neftóbak eða einhverskonar lyf sem innihalda nikótín. Fyrir mér er það enginn sigur að hætta reykingum og færa sig yfir í eitthvað annað nikótínform. Það er búið að gefa út ótal bækur og bæklinga um hvernig hætta á reykingum, framleiða ótal lyf, halda ótal námskeið, bjóða upp á dáleiðslu, nálastungu og ég veit ekki hvað og hvað...
Mín reynsla segir mér bara eitt og það er að taka þessa einu ákvörðun um að hætta og standa við hana. Þetta er minnsta mál ef maður er ekki að vorkenna sér og er ekki að velta fyrir sér að þetta sé erfitt. Líkaminn hættir ótrúlega fljótt að kalla eftir nikótíninu og eftir það er þetta bara í hausnum á manni.
Því segi ég látið ekki plata inn á ykkur rándýr lyf sem gera ekki nema takmarkað gagn. Bara ákeðið að hætta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Loksins byrjaður!
Mánudagur, 16. apríl 2007
Já þá er komið að því!!! Maður telst þá loksins maður með mönnum og er byrjaður að blogga. Hef svosum oft verið að velta því fyrir mér að byrja, sérstaklega þegar manni hefur legið eitthvað mikið á hjarta sem manni hefur þótt nauðsinlegt að deila með þjóðinni, nú eða að eitthvað hefur farið svo fyrir brjóstið á manni að nauðsinlegt hefur verið að tjá sig um það.
Jæja þá er svo komið að því, fyrsta bloggfærslan og....... hmm galtómur og hef svo ekkert að segja loks þegar maður hefur farið í gegnum allt ferlið sem þarf til að búa sér til bloggsíðu.
Það kemur upp smá efasemd, tilhvers og hversvegan? Hvað á maður að segja? Hvað á maður að fjalla um? Á hverju á maður að hafa skoðun?
Þegar ég skoða hvað aðrir eru að blogga um (svona til að fá hugmyndir) þá sé ég að mjög margir blogga um það sem þeir lesa í fréttum og endursegir svo fréttina og reynir þá að vera svolítð fyndnir í leiðinni, snúa útúr eða sjá eitthvað spaugilegt við fréttina. Já þetta er svosum ágætt en... common. Aðrir blogga um áhugamálin og það er mjög gott ef það er ekki bara fréttir af manúnætid, líverpúl og tjelsí.. Hef lesið frábærara síður þar sem höfundar eru að miðla af þekkingu og fróðleik og þar finnst mér ég vera að græða eitthvað á blogginu. Verst að ég er enginn fræðimaður sem get miðlað af þekkingu og fróðleik.... Nú það er að koma að kosningum og fjöldinn allur tjáir sig um pólitískmál og ekki er sá frambjóðandi sem ekki heldur úti bloggi þar sem við kjósendur getum fylgst með því hve duglegir tilvonandi þingmenn eru að þeysast um, funda og kynna sig og sinn málstað. Já ég hef gaman af að fylgjast með pólitík og pólitískum umræðum, það er bara þetta með minn flokk, hann virðist ekki vera að skora hátt há þjóðinni þessa daganna. Öll spjót stand á honum og samstarfsflokkurinn í ríkisstjórninni nýtur góðs af öllum góðum verkum ríkisstjórnarinnar. Ömurleg þessi pólitík og nenni ekki að hugsa um hana í dag
Þá er líklega best að þegja og hætta þessu kíki bara á það sem aðrir eru að blogga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)