Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er í lagi að brjóta lög ef það er í nafni náttúruvermdar?

Alveg er maður hættur að kippa sér upp við það að VG liðið æpi og emji þegar eitthvað er minnst á framkvæmdirnar fyrir austna. Nú er það frétt sem var hér á mbl.is í gær þar sem lögreglan var að biðja um að fréttir frá mótmælendum yrðu teknar með gagnrýnum huga. Eins og við manninn mælt, það ringdi athugasemdum frá VG liði inn á bloggið. Illa farið með aumingja mótmælendur, verið að dæma þá fyrir svosum ekki neitt. Jafnvel fólk sem er í framboði leyfir sér að verja þessa svokölluðu mótmælendur, jafnvel þó þeir hafi verið dæmdir fyrir að brjóta lög í þessu landi. Hvernig á maður að skilja svona lið? Er allt í lagi að brjóta hér lög? Er það sem koma skal ef þetta fólk kemst til valda hér, má maður brjóta lög bara ef það er gert í nafni þess sem VG hefur skilgreint sem náttúruvermd.


Vinstra afturhaldið fer ekki í taugarnar á mér!!!

Það var einhvern tíma á haustmánuðum að ég tók ákvörðun um að breyta ýmsu í fari mínu, fór í smá naflaskoðun og útkoman var m.a. að hætta að láta dauðahluti, misviturt fólk og ýmislegt sem ég get engu um ráðið vera að fara í taugarnar á mér. Brosa bara í umferðinni, brosa bara við skrítnum skoðunum, brosa bara þó veðrið væri ekki eins og ég vildi hafa það, brosa bara þó einhver ryddist framfyrir mig í biðröð o.s.frv.

Þannig hef ég t.d. reynt að lát Vinstra afturhaldið EKKI fara i taugarnar á mér, jafnvel þó þeir virðist hafa eitt að markmiði að þurka Framsóknarflokkinn út Ætti sem framsóknarmaður að vera hálf pirraður útí þá. En ég trú á kjósendur og held þeir láti ekki svona afturhaldssaman kredduflokk plata sig ekki svona þegar fariði er að skoða fyrir hvað þetta afturhald stendur.

Það er í raun ótrúlegt að árið 2007 sé að finna framboð sem er eins langt aftur í fornöld og Vinstri grænir. Þó þeir vilji ekki viðurkenna það þá fer það ekki framhjá nokkrum manni að í þeirra huga eru bara vondir menn sem græða peninga og í þessa peninga verður að ná. Bankarnir eru vondar stofnarnir af því að þær græða. Það er vont að lát ríkisfyrirtæki í hendur einkaaðila jafnvel þó tekjur ríkisins af þessum fyrirtækjum hafi við það margfaldaðst. Nei, vinstra afturhaldið vill og ætlar sér að miðstýra sem flestu og það leynist ekki þegar gamall Stalínkommi eins og Ögmundur opinberar sig of mikið.

En nei ég er ákeðinn í að láta ekki misvitra menn fara í taugarnar á mér


Er ég rasisti?

Ég á marga vini og kunningja sem fæddir eru annarsstaðar en á Íslandi en hafa búið hér um lengri eða skemmri tíma. Sumir jafnvel komnir með íslenskan ríkisborgararétt. Ég hef ekkert nema gott um þessa vini mína að segja og hef ekkert á móti að hér búi fólk af erlendu bergi. Hins vegar spyr ég mig hvort ekki veriði að fara að setja einhverjar hömlur á innflutting erlends fólks til landsins. Ég tel að ef ekkert verði gert í þessum málum þá séum við í mikilli hættu að glata  miklu af menningu okkar. Maður getur ekki sest inn á kaffi eða veitingahús nema tala ensku. Í Bónus er algengara að heyra eitthvað annað mál en íslensku. Strætóbílstjórarnir skilja mann ekki og svona mætti lengi telja. Þetta er víst bara í fínu lagi segja margir, við viljum hafa fjölmenningarþjóðfélag. Og hingað til hefur maður ekki heyrt neinn mótmæla þessum fjölmenningarþjóðfélagsrökum. En fjandakornið ég vil vera íslendingur og búa á Íslandi, tala íslensku á kaffihúsum og við strætóbílstjórann. Ég vil benda á að íslenskan er á lista yfir þau mál sem talin eru í hættu á að muni deija út á næstunni sökum þess hve fáir tala málið. Ef ég telst rasisti, sé ég á móti fölmenningarþjóðfélagi, nú þá er ég rasisti!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband