Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Fótbolti og meiri fótbolti

Þar sem mínir hæfileikar lágu ekki á sviði knattspyrnunnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að sanna hið gagnstæða þá hef ég flutt áhugann að mestu upp í sófann og fylgist með ungum og hæfileikaríkum knattspyrnumönnum leika listir sínar frá þeim sjónarhóli.

Eina undantekningu geri ég þó frá stúkusætinu heima í stofu og það er að þegar sonur minn keppir þá reyni ég að mæta á völlinn til að berja augu þann litla snilling.

Hann er nefnilega andstætt mér með mikla og greinilega hæfileika og mun eflaust ná langt á knattspyrnuvellinum haldi hann áfram af jafn miklum áhuga og ástundun og hann gerir í dag.

Reyndar er hann bara sjö ára og langur og strangur skóli framundan

Ég er auðvitað fyrir löngu búinn að ofgera öllum fjölskyldumeðlimum í monti mínum á honum og ef ekki væri fyrir óendalegt umburðalyndi frændgarðs hans þá væri hann eflaust farinn að lýða fyrir montið í mér.

Hvað um það um helgina þá er hann að spila ásamt félögum sínum í Hetti á Egilsstöðum á móti á Ólafsfirði og ég er að spá í að renna norður og fylgjast með þeim og missa mig aðeins í stuðningslátum.

Ég veit og hef oft séð að börn hálf skammast sín fyrir lætin í foreldrunum á svona mótum en ég ætti að vera nokkuð "save" þar sem með mér í för verða tvær unglings dætur mínar og þær halda mér á jörðinni fyndist þeim ég vera farinn að ganga of langt í stunðningnum 

En allavega áfram Ísar KarlGrin


Koddu út að borða

Það eru breytingar í nánd. Talaðu við fólk um þær bætur sem þú vilt gera. Í kvöld verður maturinn dásamlegur ef þú tekur hlutverk kokksins....... Þannig hljóðar stjörnuspáin mín.. Verð á pönnunni á Red Chili í dag þannig að ykkur er óhætt að borða hjá mérInLove 


Golf á morgun

Kæru vinir sem kunnið að lesa þetta og eruð á laus... í golf, þá ætla ég að spil 18 holur á morgun kl 14 en nenni ekki einn og auglýsi þar með eftir makker hér!!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband