Færsluflokkur: Menning og listir

Það er gott að búa í Kópavogi?

.... það segir hann Gunnar a.m.k.

Eflaust vill hann að öllum í íbúunum líði vel  hvar sem í Kópavoginum þeir búa. Líka þeir sem búa á Kársnesinu! Þess vegna vill hann að sem flestir fái tækifæri til að kynnast því og hyggst hann nú bjóða nýtt og glæsilegt íbúðasvæði á utanverðu Kársnesi, gerir ekkert þó nokkrar fúlar kellingar séu eitthvað að hnýta í hann fyrir það enda veit hann miklu betur en þær hvernig fólki á að líða vel.

Fólkið á Kársnesi hefur líka alltof lengi haft það alltof gott og ætti því að vera tilbúið til að færa smá fórnir og gefa fleirum tækifæri á að kynnast dásemdum okkar Kópavogsbúa og fyrirmyndarstjórn Gunnars.

En bíðum nú aðeins... hér er eitthvað eins og það á ekki að vera. Fólkið er ekki fyrir Gunnar. Gunnar er fyrir fólkið. Kosinn og ráðinn bæjarstjóri af fólkinu. Hann  á því  að vinna með og fyrir fólkið  en ekki í andstöðu við það. Vilji íbúar á Kársnesinu ekki fá stóraukna umferð og fjölgun íbúa á svæðið, nú þá á herra Gunnar að fara að vilja þess.

Það er bara svo ef það á að vera gott fyrir alla að búa í Kópavogi

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband