Loksins byrjaður!

Já þá er komið að því!!! Maður telst þá loksins maður með mönnum og er byrjaður að blogga. Hef svosum oft verið að velta því fyrir mér að byrja, sérstaklega þegar manni hefur legið eitthvað mikið á hjarta sem manni hefur þótt nauðsinlegt að deila með þjóðinni, nú eða að eitthvað hefur farið svo fyrir brjóstið á manni að nauðsinlegt hefur verið að tjá sig um það.

Jæja þá er svo komið að því, fyrsta bloggfærslan og....... hmm galtómur og hef svo ekkert að segja loks þegar maður hefur farið í gegnum allt ferlið sem þarf til að búa sér til bloggsíðu.

Það kemur upp smá efasemd, tilhvers og hversvegan? Hvað á maður að segja? Hvað á maður að fjalla um? Á hverju á maður að hafa skoðun?

Þegar ég skoða hvað aðrir eru að blogga um (svona til að fá hugmyndir) þá sé ég að mjög margir blogga um það sem þeir  lesa í fréttum og endursegir svo fréttina og reynir þá að vera svolítð fyndnir í leiðinni, snúa útúr eða sjá eitthvað spaugilegt við fréttina. Já þetta er svosum ágætt en... common. Aðrir blogga um áhugamálin og það er mjög gott ef það er ekki bara fréttir af manúnætid, líverpúl og tjelsí.. Hef lesið frábærara síður þar sem höfundar eru að miðla af þekkingu og fróðleik og þar finnst mér ég vera að græða eitthvað á blogginu. Verst að ég er enginn fræðimaður sem get miðlað af þekkingu og fróðleik.... Nú það er að koma að kosningum og fjöldinn allur tjáir sig um pólitískmál og ekki er sá frambjóðandi sem ekki heldur úti bloggi þar sem við kjósendur getum fylgst með því hve duglegir tilvonandi þingmenn eru að þeysast um, funda og kynna sig og sinn málstað. Já ég hef gaman af að fylgjast með pólitík og pólitískum umræðum, það er bara þetta með minn flokk, hann virðist ekki vera að skora hátt há þjóðinni þessa daganna. Öll spjót stand á honum og samstarfsflokkurinn í ríkisstjórninni nýtur góðs af öllum góðum verkum ríkisstjórnarinnar. Ömurleg þessi pólitík og nenni ekki að hugsa um hana í dag

Þá er líklega best að þegja og hætta þessu kíki bara á það sem aðrir eru að blogga


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Velkominn, ég er sérstakur áhugamaður um "fyrsta blogg" alltaf gaman að lesa það. Þú stóðst þig vel í þínu.

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband