Hættur að reykja eftir 25 ár!

Ég hætti að reykja fyrir rétt tæpum þrem mánuðum síðan eftir að hafa reykt nánast upp á hvern dag í um tuttugu og fimm ár!!! Hafði fram að því að ég hætti gert nokkrar tilraunir til að láta af þessum ósið en þær tilraunir höfðu yfirleitt misfarist upp úr miðjum nýársdegi.

Nú ég semsagt hætti reykingum 1. febrúar s.l. og gerði það með þeim hætti að ég drap í sígarettunni og sagðist aldrei setja hana upp í mig aftur né nokkuð sem heitir nikótín.

Mér varð hugsað til þess í dag þar sem ég beið á ljósum og sá flenni stóra auglýsingu þar sem var verið að auglýsa nikótínlyf. Það fer nefnilega fyrir mörgum reykingamönnum þannig að þeir færa sig yfir í annarskonar nikótín. Munntóbak, neftóbak eða einhverskonar lyf sem innihalda nikótín. Fyrir mér er það enginn sigur að hætta reykingum og færa sig yfir í eitthvað annað nikótínform. Það er búið að gefa út ótal bækur og bæklinga um hvernig hætta á reykingum, framleiða ótal lyf, halda ótal námskeið, bjóða upp á dáleiðslu, nálastungu og ég veit ekki hvað og hvað...

Mín reynsla segir mér bara eitt og það er að taka þessa einu ákvörðun um að hætta og standa við hana. Þetta er minnsta mál ef maður er ekki að vorkenna sér og er ekki að velta fyrir sér að þetta sé erfitt. Líkaminn hættir ótrúlega fljótt að kalla eftir nikótíninu og eftir það er þetta bara í hausnum á manni.

Því segi ég látið ekki plata inn á ykkur rándýr lyf sem gera ekki nema takmarkað gagn. Bara ákeðið að hætta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Ég hætti í nóv á síðasta ári, notaði nikótín í tvo mán. Það er fínt.

Tómas Þóroddsson, 17.4.2007 kl. 18:12

2 identicon

Innilegar hamingju óskir með að vera hættur að reykja. Biggi sagði mér þetta um daginn og ég gladdist við þessi tíðindi. En ef þú hefðir tekið mark á röflinu í mér þá hefðir þú hætt fyrir tuttugu árum eða svo. Betra er seint en aldrei:-)

Sigfús Guttormsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband