Fermingaafmæli

Ég uppgötvaði það um daginn að í ár á ég þrjátíuára fermingaafmæli. Já tíminn líður. Ég tel næsta engar líkur á að um nokkuð fermingabaranmót verði að ræða hjá mér í þetta skiptið, fremur en áður. Mér er nefnilega til efs að Guðbjörg fermingasystir mín og í raun eina fermingasystkini mitt fari nokkuð að hóa í mig til að halda mót. Þó svo við hafi verið í þokkalega fjölmennum bekk í Egilsstaðaskóla veturinn 1976 til 77,  þá vorum við þau einu sem vorum úr Fellahreppi og  tilheyrði ekki Egilsstaðasókn, því fermdumst við bara tvö. 

Ég man að löngu áður en nokkur hafði orð á því, jafnvel einu eða tveim árum áður, þá var ég búinn að uppgötva skelvinguna sem ég stóð framifyrir. Semsagt að þetta gat alveg eins lytið út eins og brúðkaup. Held að systir mín hafi fyrst haft orð á þessu í mín eyri og uppskar einn vel útilátinn í staðinn, ekki það að mér hafi verið laus höndin í þá daga en þetta var nú tú mödds fyrir viðkvæma sál.

 Aðdragandinn að fermingunn var óvenju langur. Endurbætur á gömlu kirkjunni á Ási tóku eitthvað lengri tíma en ráð var fyrir gert og að þeim loknum þá varð að blessa verkið og endurvígja kirkjun. Sigmar prófastur og séra Bjarni voru held ég ekki stressuðustu menn sem ég hef hitt. Og ég man ekki lengur hve margar dagsetningar ég heyriði nefndar sem fermingadag.  Ég vissi ekki hvort ég ætti frekar að hlakka til dagsins eða kvíða. Þetta var semsagt svona súrsæt bið. Slæmt þótti mér að fólk var farið að gamtast með að drátturinn á fermingunn væri orðinn svo langur að réttas væri að gifta okkur bara í leiðinn.  Og Haraldur á Teigarbóli og Hörður í Refsmýri sem voru jafnaldrar okkar og höfðu alist upp í Fellum voru báðir fluttir í burtu. Bévítas gaurarnir! Seinna meir fluttu þeir svo báðir til baka og Hörður er í dag maður Guðbjargar. 

 En semsagt dómsdagur rann loks upp 13. september !!  Jú, jú það var komið haust þegar loksins var hægt að ferma okkur. Þá var ég löngu búinn að sætta mig við allar háðsglósur kunningjanna og naut bara sólríks og fallegs dags. Jafnvel Eyþór á Skeggjastöðum sem gat verið nokkuð stríðinn gat ekki skyggt á gleði mína þar sem ég spókaði mig um í nýjum grænum jakkafötum og skóm sem hækkuðu mig um tíu sentimetra. Í þá daga mátti ég alveg við því nokkrum auka sentimetrum.  Ekki man ég hver afrakstur dagsins var í gjöfum en þær voru þó nokkrar. Man vel eftir Fidelity græjum og full af fimmþúsundköllum og plötu með Glen Campell og þar sem fermingabörnin þetta árið voru óvenju fá, þá varð líka veislan mun fjölmennari en ella því það tíðkaðist að bjóða öllum úr sveitinni. Þá var heldur ekki verið að leigja sali fyrir svona veislur, þær voru bara haldnar heima. Daginn eftir mætti ég dauðþreyttur í fyrsta skóladaginn. 

 Ég held ég sé ekkert að setja mig í samband við hana Guðbjörgu heldur láti bara nægja að óska okkur til hamingju með áfangann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Góð saga......sé þetta alveg fyrir mér.

Tómas Þóroddsson, 23.4.2007 kl. 15:39

2 Smámynd: Davíð Bragason

Gamli kallinn

Davíð Bragason, 23.4.2007 kl. 19:00

3 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Hehe... Það eru ekki bara árin Dabbi minn, heldur líka hvernig við eldumst. Ég skal hugsa til þín í ræktinni á morgun

Arnfinnur Bragason, 23.4.2007 kl. 19:39

4 identicon

Þetta eru auðvitað alveg skelfilegar fréttir... Finnst þér tíminn hafa liðið hægt eða hratt síðan þú fermdist?

Spyr bara til að benda þér á kaldar staðreyndir... að það er næstum jafnlangt (-stutt?) þar til þú verður löggilt gamalmenni....

 Hvað ætlar þú að gera? *glott*

Dísa skvísa (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 19:49

5 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Hvurslags glósur eru þetta eiginlega!! Verður maður að setja einhver aldurtakmörk á þeim sem meiga glósa hér... bendi ykkur á "að setjast í helgan stein" er farið að hljóma bara næs, kominn á minn aldur hehe....

Arnfinnur Bragason, 23.4.2007 kl. 20:24

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha...... góð saga.  Ég myndi hittast ef ég væri þið.

Anna Einarsdóttir, 24.4.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband