Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er að horfa á þig!
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Einn ágætur sem ég heyrði.
Þjófur brýst inn í stórt og glæsilegt hús og hyggst hnuppla þar einhverjum verðmætum. Það var kvöld og myrkur úti sem inni. Engar viðvörunarbjöllur höfðu farið í gang þannig að þjófurinn var nokkuð öruggur með sig. Hann lét ljósgeyslana frá vasaljósinu leika um herbergið sem hann var staddur í.
Allt í einu finnst honum hann heyra sagt: "Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er að horfa á þig"
Þófurinn hrekkur eðlilega við og lítur í kringum sig en sér engann.
Aftur finnst honum hann heyra sömu setninguna: "Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er að horfa á þig"
Nú var hann alveg viss, einhver hafði sagt þetta og hljóðið kom úr einu horni herbergisins.
Þjófurinn færði sig varðlega þangað sem hljóðið hafði komi. Hann lýsir upp hornið og sér þá hvar páfagaukur situr þar í búri. "Halló" segir þjófurinn "Varst þú að segja þetta, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er að horfa á þig?"
"Já já" svarar páfagaukurinn
Þjófurinn er nú búinn að jafna sig á sjokkinu sem hann varð fyrir og spyr páfagaukinn í léttum tón. "Jæja góurinn, heitir þú kanski Ingibjörg Sólrún Gísladóttir?"
"Nei, ég heiti Davíð Oddson"
Þjófuinn skellihlær. "Hvaða hálviti skírir páfagaukinn sinn Davíð Oddson?"
"Sami hálvitinn og skírir rotwailer hundinn sinn Ingibjörgu Sólrúin Gísladóttur"!!!!!
Athugasemdir
Þú veist væntanlega að hundur er besti vinur mannsins ?
Anna Einarsdóttir, 25.4.2007 kl. 17:36
Ef hundurinn er almennilega upp alinn, þá er báðum hægt að treysta
Anna Einarsdóttir, 25.4.2007 kl. 21:30
Heyrðu mig Anna, óþarfi að snúa útúr annars ágætum brandara og Runni ég hef hvorki reynslu af að treysta Ingibjörgu eða Rotwailer.....
Arnfinnur Bragason, 25.4.2007 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.