Hreindýrasteik
Sunnudagur, 29. apríl 2007
"Hvar er kokkurinn?" spurði hún um leið og hún þeytti upp vænjahurðinni að eldhúsinu.
"úps, hvað er nú í gangi" hugsaði ég með mér og vellti fyrir mér flóttaleiðum út úr eldhúsinu. Þarna stormaði inn þessi líka svaka breddan, vel holdi farin og með heljarinnar barm. "Hvað í ósköpunum skildi hún vilja" Ég vissi að ég hafði eldað hreindýrasteik fyrir hana og mannin hennar fyrr um kvöldið og síðan höfðu þau veriðið að skvetta í sig og á hátterni konunnar að dæma var hún orðin töluvert slompuð.
"Ég verð að fá að kyssa kokkinn" tilkynnti hún og tók stefnun á mig þar sem ég var sennilega líklegastur til að vera kokkurinn. "Hann var æðislegur! uhmm" og svo gerði hún sig líklega til að gleypa mig.
"Hver? var æðislegur" spurði ég eins og asni. "Kokkurinn?"
"Maturinn, maður fær bara fullnæingu af svona mat" dafraði hún og hefði líklega farið með mig inn á frystinn hefði ég ekki maldað í móinn...
"Ó, þú segir nokkuð" stundi ég upp. "Unaðsstundir kynlífs þíns hafa þá flestar verið við eldhúsborðið"
Hún svaraði með vænum kynnhesti og strunsaði útúr elhúsinu....
Athugasemdir
Gott á´ðig.
Anna Einarsdóttir, 29.4.2007 kl. 23:45
Ertu kokkur? og hvar?
Tómas Þóroddsson, 30.4.2007 kl. 07:29
Hahaha sé þetta sko alveg fyrir mér!
Svandís Rós, 30.4.2007 kl. 12:15
Anna....Skamm!!
Tommi...Red Chili á Laugaveginum
Dísa....Þetta var ekkert sérlega fyndið...þá
Arnfinnur Bragason, 30.4.2007 kl. 16:29
Matur og kynlíf, er góð blanda.....
Eiður Ragnarsson, 11.5.2007 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.