Voru Adam og Eva ekki hvít?

"Ég trúi ekki að Adam og Eva hafi verið fyrsta fólkið á jörðinn" sagði sjö ára gamall sonur minn við mig í dag.

"Nú ekki það" sagði ég aldeilis hissa á þessum pælingum hans.

"Nei ekki ef þau hafa verið hvít, þá geta þau ekki hafa átt svört börn"

"Nei það er svosum rétt hjá þér, sé ekki hvernig það ætti að ganga upp, annars hef ég ekki velt þessu mikið fyrir mér" sagði ég hálf ráðþrota við þessum hugsunum hans. Börnin geta oft komið okkur í bobba með hugleyðingum sínum og þá sérstaklega trúarlegs eðlis sem erfitt er að færa einhver vísindaleg rök fyrir og verður þá að grípa til biblíulegrarröksemda eins og "vegir Guðs eru órannsakanlegir vinur minn" sem mér er frekar illa við að nota nema í algjörri neyð.

"Kanski annað þeirra hafi verið svart en hitt hvítt" hélt hann áfram

"Já og þá hafi komið sirka til skiptis hvítt og svart barn" svaraði ég, feginn því að þessar pælingar hans leystust á farsælan hátt og ég  þurfa ekki að hrófla mikið við barnatrúnni hans og því gátu bæði Guð og Darwin verið nokkuð sáttir við mig.

"En pabbi hvaðan komu þá gulu börnin?!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha

Anna Einarsdóttir, 8.5.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband