Nýi veiðibíllinn
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Jæja góðir hálsar þá er ég kominn nýjan bíl. Jebb og þetta er sko alvöru kerra svona drossía, já með stóru D... Drossía.
Maður slær ekki undir minna en alvöru græju þegar maður á annað borð fjárfestir í fararskjóta sem fyrst og síðast er ætlaður er til veiða . Já eins og mér er kunnugt um þá er flottur bíll eitt af betri veiðatækjum á konur og eftir því sem mér skilst þá eru það ekki bara ungu stúlkurnar sem eru heillaðar af bílum allar falla þær fyrst fyrir bílnum... síðan kemur bílstjórinn, hmmm hvað segir þetta manni???Jæja dvel ekki við það, ég er tvíburi og er ekki að láta óþarfa hugsanir eyðileggja eitthvað... svo nú er ég kominn á alvöru veiðarfæri og það eru meira að segja alvöru græjur í græjunni, hækkaði aðeins í þeim í dag og uppskar reiðilegt augnaráð frá konunni í þar næsta húsi. Ég missti auðvitað það litla sem eftir var af heyrninni á hægra en enn er vinstra nokkuð gott.
Svo þykist ég hafa verið nokkuð klókur, því minn nýi flotti bíll er sko station ójá, markhópurinn minn er nefnilega nánast örugglega mæður, og þá er ekki verra að hafa rúmgóðan bíl, því þegar þær taka bílinn út þá spá þær örugglega fyrst í hvor pláss sé fyrir börnin og farangurinn. Já nú tel ég mig hafa verið nokkuð klárann Já, til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég bara að tala um einstæðar mæður, því ekki vil ég vera viðhald
Athugasemdir
Góða veiði !!!!
Davíð Bragason, 23.5.2007 kl. 09:06
Þetta virkar ekki rassgat ! Ég keyrði á Chervolet Camaro, eldrauðum þrusubíl til Reykjavíkur í fyrra og það eina sem ég hafði uppúr krafsinu var eigin aðdáun.
En kannski, já kannski ef þú finnur bíllausa konu ?
Anna Einarsdóttir, 23.5.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.