Fari það í grá bölvað helv....
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Ég hef þann sið að lesa aldrei stjörnuspár. Trú alltof mikið á þær og vil ekki vita hvaða skilaboð þær eru að senda manni frá degi til dags. Í dag las ég þó stjörnuspánna mína svona meira fyrir slysni. Var að skrollast niður forsíðuna á mbl.is og rak þá augun í hana. Hvað haldiðið!!! þar stóð: "Æfðu þig í félagslegri hæfni. Hættu að reyna að ganga í augun á fólki ..."HALLÓ ég var að fjárfesta í rándýru veiðitæki á konur og fæ svo þetta framan í mig. Hverrs á ég að gjalda?
Þetta er ekki til að auka manni áræðið. Það er ekki að furða að ekkert hafi gengið í gær þegar ég reyndi græjuna. Keyrði ábyggilega þrjátíu hringi um miðbæinn án árangurs. Held meira að segja sumir hafi verið farnir að kannast eitthvað við mig allavega tók ég eftir að róninn sem sat á bekk í Austurstrætinu veifaði kumpánlega til mín þegar ég fór framhjá honum í tuttugasta og níunda skiptið. Þá ákvað ég að nóg væri að gert. Veiðihárin voru ekki að virka og svo til að kóróna allt þá var ég orðinn svo ringlaður að ég var næstum búin að keyra niður háaldraða konu sem var á miðri gangbraut á leið yfir götuna. "Hmm, ekki alveg sá markhópur sem ég lagði upp með að ná til" hugsaði ég með mér og ef það væri reyndin að ég veiddi ekki konu á bílinn öðruvísi en að aka hana niður, ja þá held ég skili honum frekar og taki bara strætó það er oft fullt af konum í honum......
Athugasemdir
Þessi minnir mig á frétt sem ég las fyrir nokkrum árum: Það fór öldruð kona út úr strætó á gatnamótum. Þegar strætó keyrði af stað, vildi ekki betur til en svo að afturendi strætósins small í afturenda þeirrar gömlu, svo fast að hún þeyttist út í skurð. Mér fannst þetta ógurlega fyndið þótt ég skammist mín fyrir að viðurkenna það. Sá fyrir mér ánægjusvip á þeirri gömlu svona fyrst þegar hún var flengd......þar til hún áttaði sig á því að þetta var dáldið fast.... áts !
Allavega Arnfinnur, þú reynir að hitta á afturendann á þeim ef þú ætlar að keyra þær niður. Þá áttu séns.
Anna Einarsdóttir, 23.5.2007 kl. 22:50
Komdu í Salsa Arnfinnur (www.salsaiceland.com) og ég skal dansa við þig. Svo skal ég leyfa þér að skutla mér heim. (My place or yours kemur í ljós)
Edda Bjork Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 00:10
Hmm Anna, það er þá bara að hitta á rétta staðinn. Takk fyrir upplýsingarnar
Edda, þarf ég þá ekki að aka þig niður á nýja flotta bílnum mínum sem er með rosa græjum og æðislega kraftmikill og með glerþaki og álfelgum og.......?
Hmm kannski bíllinn virki þrátt fyrir allt!
Arnfinnur Bragason, 24.5.2007 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.