Nýyrða bull
Þriðjudagur, 29. maí 2007
Nýjasta og flottasta orðið í orðaforða gáfumanna og þeirra sem vilja láta taka sig alvarlega í gáfumanna umræðu er orðið: "vinkill" Nú eru menn með nýjan vinkil á málin eða hafa komið með nýjan vinkil í umræðuna.
Var að tala við einhvern gaur um helgina sem var í teinóttum jakkafötum og þóttist vera eitthvað í einhverjum banka. Látum vera hvar. Hann var alltaf með vinkill þetta og vinkill hitt, þar til ég var orðinn svo leiður á því að ég spurði eins og auli: "Hvað þýðir þetta orð, vinkill, og í hvaða sambandi notar maður það?" Ég ætla ekki að hafa eftir lýsingu hans á því, enda skildi ég hana ekki, hér var jú um gáfumann að ræða og ég ekki á sama stalli og hann. Tek að vísu fram að hann var komin langt ofan í fimmta glas og ekki vel skírmæltur.
Hins vegar var það ekkert skylt því sem ég lærði um vinkla þegar ég vann hjá Sigga í naglabúðinni á Egilsstöðum fyrir margt löngu.
Athugasemdir
Var sínusinn af vinklinum nokkuð núll ? Hehe.
Edda Björk Ármannsdóttir, 30.5.2007 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.