Ættarmót
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
Nú lýður óðum að ættarmóti stórfjölskyldunnar í móðurlegg. Það verður haldið að Reykhólum um næstu helgi.
Ég er svona farinn að velta fyrir mér hvað ég þurfi að hafa með mér. Hef komist að því að það er mikil þrautarganga fyrir mann sem kann ekkert að skipuleggja svona dæmi. Kemur hér fram munurinn á körlum og konum, Þær muna eftir öllu þegar farið er í svona ferðir.
Ég ætla að vera í tjaldi með dætrum mínum og syni svo ég verð að muna eftir tjaldinu, og vindsængum, svefnpokum. Nú ég man auðvitað eftir bjórnum hann er sko kominn í skottið. Spá í að hafa eina koníaksflösku með til að bjóða gestum sem heimsækja mig í tjaldið, skildi ég eiga að hafa koníaksglös með mér eða á maður bara að bjóða upp á koníak í plastglösum. (Muna að afla upplýsinga hjá reyndari ferðalöngum)
Svo er það maturinn. Spá í að semja við systur mína um að versla fyrir mig í leiðinni þá er ég nokkuð viss um að það sé hugsað fyrir öllu og ekkert gleymist. Hún er sko kona.
Spurning um golfsettið veit ekki hvort það sé hægt að komast í golf á Reykhólum (Muna ath. með golfvöll)
Fótboltinn verður með sonur minn klikkar ekki á því. Hann átti einnig val um að fara með móður sinn á ættarmót þessa sömu helgi. Að vel ígrunduðu máli sagði hann henni að hann veldi frekar að fara með föður sínum, það væru miklu fleiri í hans ætt sem kynnu fótbolta heldur en hennar.
Eitt hef ég lært af tjaldferðum og það má ekki gleyma salernispappírnum. Klikka ekki á því
Og eitt að lokum muna að taka góða skapið með sér.
Eða nei þarf ekki að muna það er alltaf í góðu skapi
Athugasemdir
Hún hagar sér a.m.k. þannig og það er nóg fyrir mig. Treysti á hana varðandi matarinnkaupin
Arnfinnur Bragason, 25.7.2007 kl. 17:41
Helv.... góður
Arnfinnur Bragason, 26.7.2007 kl. 00:12
Hvað á svo að gefa blessuðum börnunum að drekka, varla verður það koníak eða hvað?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.7.2007 kl. 11:48
Sussu nei auðvitað verður þeim ekki boðið neitt koníak en allt matar og drykkjarfengs fellur á systur mína að ákveða en eins og ég hef komið inn á þá er hún, eða lætur eins og hún sé, kona og þar með er þessi ábyrgð af mér
Arnfinnur Bragason, 26.7.2007 kl. 14:24
takk Arnfinnur. Þá er það loksins komið á hreint að ég er þessi af strákunum fimm sem er konan! Vonandi líður ykkur þá líka betur og þurfið ekki að beita rembunni áfram til að sanna að þið eruð karlmenn
systirin (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.