Íslensk enska
Fimmtudagur, 13. september 2007
Það muna sjálfsagt flestir eftir langi með Milljónamæringunum sem var mikið í spilun á útvarpsstöðunum í fyrra. Textinn fjallaði um mann sem lenti í vandræðalegum samskiptum við vegagerðarmenn.
Sagan á bak við textann er eitthvað á þá leið að Japanskur blaðamaður var á ferð um Skeiðarársand stuttu eftir að hlaupinu, sem þar varð 1996, lauk.
Sá Japanski var auðvitað ekki kunnugur aðstæðum og hættum sem leyndust á söndunum eftir hlaupið og ekki vildi betur til en svo að hann pikkfesti jeppann sem hann var á.
Þarna í auðninni þar sem engan var að sjá og hjálpin virtist ekki á næsta leiti, birtist honum allt í einu flokkur ábúðarfullra vegavinnu mann og fór fremstur í flokki stjórinn sem var hinn ófrínýlegasti að sjá.
Aumingja Japananum varð ekki um sel en rifaði þó bílrúðuna eftir bendingum stjórans sem þá þrumaði inn um gluggann
" Ví ar starfing her end ví ar gona ýt jor kar"
Ekki fylgir sögunni viðbrögð Japanans.
Hvort sagan er sönn eða ekki þá heyrði ég hana fyrir nokkrum árum og þá var hún hermd upp á annan mann sem sökum enskukunnáttu (eða leysi) sinnar var varla hægt að ljúga upp á svona sögu.
Þessi ágæti maður rak lengi ferðaþjónustu á og í nágrenni Hafnar í Hornafirði og eins og gefur að skilja þá átti hann stöðug í samskiptum við fólk sem hvorki talaði ekki né skildi íslensku. Karl bablaði bara sína útgáfu af ensku og lét ekki hafa áhrif á sig þó mörum þætti hún bæði torskilin og spaugileg.
Ég heyrið margar sögur af tilsvörum hans en flestum hef ég gleymt, utan eins gullkorns sem eftir honum var haft.
Erlend kona hafði orðið viðskila við hóp sem hún var að ferðast með og þurfti að komast inn á Höfn. Þar sem minn maður vissi af rútu sem hann átti von á gat hann boðið konunni far með henni. Hann klappaði því konunni á bakið og sagði "It is nó problem jú gona hef affer við a dræver"
Athugasemdir
Halldór Egill Guðnason, 13.9.2007 kl. 14:56
Þessi færsla var nú bara til að toppa daginn minn....
Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 15:16
Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.9.2007 kl. 16:06
Hahahaha.. Arnfinnur húmristi !! Vá.... Ingibjörg hlær mikið...
Anna Einarsdóttir, 13.9.2007 kl. 17:24
Það er bara svona að vera opinmynntur.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.9.2007 kl. 20:00
Þetta er aldeilis breitt bros, Imba
Arnfinnur Bragason, 13.9.2007 kl. 22:56
... góður Arnfinnur góður... nú sofna ég brosandi og vakna hlægjandi...
Brattur, 13.9.2007 kl. 23:27
....gættu þess Brattur að sofa ekki á svörtu laki .....you know
Arnfinnur Bragason, 13.9.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.