Það er gott að búa í Kópavogi?
Föstudagur, 14. september 2007
.... það segir hann Gunnar a.m.k.
Eflaust vill hann að öllum í íbúunum líði vel hvar sem í Kópavoginum þeir búa. Líka þeir sem búa á Kársnesinu! Þess vegna vill hann að sem flestir fái tækifæri til að kynnast því og hyggst hann nú bjóða nýtt og glæsilegt íbúðasvæði á utanverðu Kársnesi, gerir ekkert þó nokkrar fúlar kellingar séu eitthvað að hnýta í hann fyrir það enda veit hann miklu betur en þær hvernig fólki á að líða vel.
Fólkið á Kársnesi hefur líka alltof lengi haft það alltof gott og ætti því að vera tilbúið til að færa smá fórnir og gefa fleirum tækifæri á að kynnast dásemdum okkar Kópavogsbúa og fyrirmyndarstjórn Gunnars.
En bíðum nú aðeins... hér er eitthvað eins og það á ekki að vera. Fólkið er ekki fyrir Gunnar. Gunnar er fyrir fólkið. Kosinn og ráðinn bæjarstjóri af fólkinu. Hann á því að vinna með og fyrir fólkið en ekki í andstöðu við það. Vilji íbúar á Kársnesinu ekki fá stóraukna umferð og fjölgun íbúa á svæðið, nú þá á herra Gunnar að fara að vilja þess.
Það er bara svo ef það á að vera gott fyrir alla að búa í Kópavogi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég er á undan þér í stafrófinu addna...
Þetta er annars fínn Framsóknarpistill gæskurinn.
Anna Einarsdóttir, 14.9.2007 kl. 19:31
Er nú tuðið farið að smitast milli manna.?;-)
Halldór Egill Guðnason, 14.9.2007 kl. 21:56
Þetta er síbreytilegur heimur....... Arnfinnur orðinn tuðari og Halldór orðinn mjúkur smjúts maður. Frábær tilbreyting !
Anna Einarsdóttir, 14.9.2007 kl. 22:08
Hahaha.... já þú er aðeins á undan, ég segi líka bara meðal þeirra fyrstu..... Hey framsóknarpistill er ekkert tuð ég er aðeins að minna á að ég er ekki hér inni bara fyrir eitthvert djók... þá verður maður að hljóma alvörugefinn svona annað slagið....
Arnfinnur Bragason, 14.9.2007 kl. 23:06
.... annars er ekki skrítið þó maður verði fyrir smá áhrifum frá þér Halldór, tuðið þitt er svo helv... skemmtilegt
Arnfinnur Bragason, 14.9.2007 kl. 23:17
Jana fer í svaka stuð
af skrifum labbakúts
hérna tindrar ómþýtt tuð
toppað með einföldu smjúts
Anna Einarsdóttir, 14.9.2007 kl. 23:52
Nú eru þær stöllur komnar í stuð
standa verðum við okkur Dóri
Komdu nú karlinn með eitt gott tuð
svo kvennanna kæti áfram tóri
Arnfinnur Bragason, 14.9.2007 kl. 23:57
Meira tuð vill hún Jana
og hella í sig ölinu
út í hvað ertu að ana
nöldrandi full á tuðinu
Arnfinnur Bragason, 15.9.2007 kl. 00:13
Ógleymanleg alltaf verður
svo ofboðslega sæt
ef þú værir morgunverður
þú þættir ljúffeng, æt
Anna Einarsdóttir, 15.9.2007 kl. 00:20
Jana þú ert yndi okkar ávallt
og glaður skal ég drekka með þér bjór
en það getur verið ansi fallvalt
að ganga í tuðaranna kór
Arnfinnur Bragason, 15.9.2007 kl. 00:31
Kellogs ég kýs að borða
er vakna ég af svefni
Kristjönu vil ég forða
frá Önnu matarefni
Arnfinnur Bragason, 15.9.2007 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.