Fyrrverandi
Þriðjudagur, 16. október 2007
Það er hægt að segja að maður eigi fyrirverandi eiginkonu.... sérstakleg eftir að maður er skilinn... og það er hægt að segja að maður eigi fyrrverandi mág og mákonu og tengdó... en hvernig getur maður sagt að maður eigi fyrrverandi fósturdóttur... á nú ekkert auðvelt með að nota svoleiðis orð;
"Þetta er fyrrverandi dóttir mín!"
Notalegt ekki satt?, sérstaklega þar sem ég hitti hana nánast um hverja helgi.
Nei, sleppi þessu; fyrrverandi, enda átti stúlkan litla sök á upphafi og enda sambands míns og minnar fyrrverandi....
Svo er einn hér; " Faðir minn er móður systir mín"
Athugasemdir
Er bara ekki málið að að þú ert Pabbi,vinur og félagi litlu prinsessunar þinnar.. held að hún sé alveg örugglega himinlifandi að eiga þig að.....
Gísli Torfi, 16.10.2007 kl. 15:59
Arnfinnur, þó að þú skiljir við maka þinn, eða hann við þig, þá lít ég svo á að maður skilji ekki við börnin sín, hvorki þau blóðskyldu né hin börnin. Ég skildi við manninn minn á sínum tíma, eftir 20 ár sem voru að mestu leyti ágæt(kæri mig ekki um að muna leiðindin) Við eigum tvær dætur saman, síðan eignaðist hann konu og á þrjár dætur með henni, sem eru þá systur dætra minna. Það gefur auga leið að dætur hans verða þá tengdar mér, enda kalla þær mig imbu ömmu, og ég er hæst ánægð með það. Ég beinlinis elska systkini dætra minna, bæði hálf, fóstur og stjúpsystkin.
Ég er afi minn.......................
Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.10.2007 kl. 19:37
En svo á ég líka fyrrverandi, tilvonandi tengdaforeldra út um allan heim!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.10.2007 kl. 19:38
Í alvöru ?
Er pabbi þinn móðursystir þín ?? Mig hefur lengi grunað að það væri eitthvað bogið við þig Arnfinnur. 
Anna Einarsdóttir, 16.10.2007 kl. 20:23
Aha.... Anna féll í gryfjuna nananana.... lestu þetta betur! ..... ekki það að það er margt bogið við mig
Arnfinnur Bragason, 16.10.2007 kl. 20:37
Einu sinni tengdamóðir ávalt tengdamóðir sagði mamma fyrrverandi mannsins míns!
Edda Agnarsdóttir, 16.10.2007 kl. 22:13
"ávallt" á það að vera!sorrý
Edda Agnarsdóttir, 16.10.2007 kl. 22:15
Jaá . . . aldrei pælt almennilega í þessu. Ég skilaði bara manninum og kalla tengdó . . . fyrrverandi tengdó . . enn tengdó. Á það reyndar til að tala um fyrrverandi sem manninn minn . . en í virðingarskyni við hans núverandi konu bæti ég oftast við fyrrverandi. Úff þetta er flókið . . . vildi að ég væri núna komin í sjálfstæðisflokkinn. Það er allt svo einfalt þar og allir svo miklir vinir.
Fiðrildi, 16.10.2007 kl. 22:41
Arna........ eða allir eru einfaldir í sjálfstæðisflokknum.
ái, þetta var kannski svolítið ljót
Arnfinnur Bragason, 17.10.2007 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.