Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Vinstra afturhaldið fer ekki í taugarnar á mér!!!
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
Það var einhvern tíma á haustmánuðum að ég tók ákvörðun um að breyta ýmsu í fari mínu, fór í smá naflaskoðun og útkoman var m.a. að hætta að láta dauðahluti, misviturt fólk og ýmislegt sem ég get engu um ráðið vera að fara í taugarnar á mér. Brosa bara í umferðinni, brosa bara við skrítnum skoðunum, brosa bara þó veðrið væri ekki eins og ég vildi hafa það, brosa bara þó einhver ryddist framfyrir mig í biðröð o.s.frv.
Þannig hef ég t.d. reynt að lát Vinstra afturhaldið EKKI fara i taugarnar á mér, jafnvel þó þeir virðist hafa eitt að markmiði að þurka Framsóknarflokkinn út Ætti sem framsóknarmaður að vera hálf pirraður útí þá. En ég trú á kjósendur og held þeir láti ekki svona afturhaldssaman kredduflokk plata sig ekki svona þegar fariði er að skoða fyrir hvað þetta afturhald stendur.
Það er í raun ótrúlegt að árið 2007 sé að finna framboð sem er eins langt aftur í fornöld og Vinstri grænir. Þó þeir vilji ekki viðurkenna það þá fer það ekki framhjá nokkrum manni að í þeirra huga eru bara vondir menn sem græða peninga og í þessa peninga verður að ná. Bankarnir eru vondar stofnarnir af því að þær græða. Það er vont að lát ríkisfyrirtæki í hendur einkaaðila jafnvel þó tekjur ríkisins af þessum fyrirtækjum hafi við það margfaldaðst. Nei, vinstra afturhaldið vill og ætlar sér að miðstýra sem flestu og það leynist ekki þegar gamall Stalínkommi eins og Ögmundur opinberar sig of mikið.
En nei ég er ákeðinn í að láta ekki misvitra menn fara í taugarnar á mér
Er ég rasisti?
Miðvikudagur, 18. apríl 2007
Ég á marga vini og kunningja sem fæddir eru annarsstaðar en á Íslandi en hafa búið hér um lengri eða skemmri tíma. Sumir jafnvel komnir með íslenskan ríkisborgararétt. Ég hef ekkert nema gott um þessa vini mína að segja og hef ekkert á móti að hér búi fólk af erlendu bergi. Hins vegar spyr ég mig hvort ekki veriði að fara að setja einhverjar hömlur á innflutting erlends fólks til landsins. Ég tel að ef ekkert verði gert í þessum málum þá séum við í mikilli hættu að glata miklu af menningu okkar. Maður getur ekki sest inn á kaffi eða veitingahús nema tala ensku. Í Bónus er algengara að heyra eitthvað annað mál en íslensku. Strætóbílstjórarnir skilja mann ekki og svona mætti lengi telja. Þetta er víst bara í fínu lagi segja margir, við viljum hafa fjölmenningarþjóðfélag. Og hingað til hefur maður ekki heyrt neinn mótmæla þessum fjölmenningarþjóðfélagsrökum. En fjandakornið ég vil vera íslendingur og búa á Íslandi, tala íslensku á kaffihúsum og við strætóbílstjórann. Ég vil benda á að íslenskan er á lista yfir þau mál sem talin eru í hættu á að muni deija út á næstunni sökum þess hve fáir tala málið. Ef ég telst rasisti, sé ég á móti fölmenningarþjóðfélagi, nú þá er ég rasisti!
Sigur!!!
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Hættur að reykja eftir 25 ár!
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Ég hætti að reykja fyrir rétt tæpum þrem mánuðum síðan eftir að hafa reykt nánast upp á hvern dag í um tuttugu og fimm ár!!! Hafði fram að því að ég hætti gert nokkrar tilraunir til að láta af þessum ósið en þær tilraunir höfðu yfirleitt misfarist upp úr miðjum nýársdegi.
Nú ég semsagt hætti reykingum 1. febrúar s.l. og gerði það með þeim hætti að ég drap í sígarettunni og sagðist aldrei setja hana upp í mig aftur né nokkuð sem heitir nikótín.
Mér varð hugsað til þess í dag þar sem ég beið á ljósum og sá flenni stóra auglýsingu þar sem var verið að auglýsa nikótínlyf. Það fer nefnilega fyrir mörgum reykingamönnum þannig að þeir færa sig yfir í annarskonar nikótín. Munntóbak, neftóbak eða einhverskonar lyf sem innihalda nikótín. Fyrir mér er það enginn sigur að hætta reykingum og færa sig yfir í eitthvað annað nikótínform. Það er búið að gefa út ótal bækur og bæklinga um hvernig hætta á reykingum, framleiða ótal lyf, halda ótal námskeið, bjóða upp á dáleiðslu, nálastungu og ég veit ekki hvað og hvað...
Mín reynsla segir mér bara eitt og það er að taka þessa einu ákvörðun um að hætta og standa við hana. Þetta er minnsta mál ef maður er ekki að vorkenna sér og er ekki að velta fyrir sér að þetta sé erfitt. Líkaminn hættir ótrúlega fljótt að kalla eftir nikótíninu og eftir það er þetta bara í hausnum á manni.
Því segi ég látið ekki plata inn á ykkur rándýr lyf sem gera ekki nema takmarkað gagn. Bara ákeðið að hætta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Loksins byrjaður!
Mánudagur, 16. apríl 2007
Já þá er komið að því!!! Maður telst þá loksins maður með mönnum og er byrjaður að blogga. Hef svosum oft verið að velta því fyrir mér að byrja, sérstaklega þegar manni hefur legið eitthvað mikið á hjarta sem manni hefur þótt nauðsinlegt að deila með þjóðinni, nú eða að eitthvað hefur farið svo fyrir brjóstið á manni að nauðsinlegt hefur verið að tjá sig um það.
Jæja þá er svo komið að því, fyrsta bloggfærslan og....... hmm galtómur og hef svo ekkert að segja loks þegar maður hefur farið í gegnum allt ferlið sem þarf til að búa sér til bloggsíðu.
Það kemur upp smá efasemd, tilhvers og hversvegan? Hvað á maður að segja? Hvað á maður að fjalla um? Á hverju á maður að hafa skoðun?
Þegar ég skoða hvað aðrir eru að blogga um (svona til að fá hugmyndir) þá sé ég að mjög margir blogga um það sem þeir lesa í fréttum og endursegir svo fréttina og reynir þá að vera svolítð fyndnir í leiðinni, snúa útúr eða sjá eitthvað spaugilegt við fréttina. Já þetta er svosum ágætt en... common. Aðrir blogga um áhugamálin og það er mjög gott ef það er ekki bara fréttir af manúnætid, líverpúl og tjelsí.. Hef lesið frábærara síður þar sem höfundar eru að miðla af þekkingu og fróðleik og þar finnst mér ég vera að græða eitthvað á blogginu. Verst að ég er enginn fræðimaður sem get miðlað af þekkingu og fróðleik.... Nú það er að koma að kosningum og fjöldinn allur tjáir sig um pólitískmál og ekki er sá frambjóðandi sem ekki heldur úti bloggi þar sem við kjósendur getum fylgst með því hve duglegir tilvonandi þingmenn eru að þeysast um, funda og kynna sig og sinn málstað. Já ég hef gaman af að fylgjast með pólitík og pólitískum umræðum, það er bara þetta með minn flokk, hann virðist ekki vera að skora hátt há þjóðinni þessa daganna. Öll spjót stand á honum og samstarfsflokkurinn í ríkisstjórninni nýtur góðs af öllum góðum verkum ríkisstjórnarinnar. Ömurleg þessi pólitík og nenni ekki að hugsa um hana í dag
Þá er líklega best að þegja og hætta þessu kíki bara á það sem aðrir eru að blogga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)