Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Hvað er ást?

Sagði eitt sinn við konuna mína (fyrrverandi) að ég elskaði hana svo mikið að ég gæti dáið fyrir hana.

Hún svaraði "´Huh, þú segir þetta nú á hverjum degi en gerir aldrei neitt í þvíDevil


Skákmót

Í gær fór fram skákmót bloggvina með tattoo!!!!!Sideways


Hugleiðsla í Rúmfatalagernum

Anna bloggvinkona mín bloggar um það í dag að hún hafi farið á hugleiðslunámskeið í Reykholtsdalnum í dag og efast ég ekki um að það hefur verið bæði ganglegt og gott.

Þegar ég las það þá datt mér í hug að í dag var ég í hálfgerði hugleiðslu í Rúmfatalagernum þar sem ég stóð fyrir framan stóran rekka af lökum. Ætlaði að kaupa mér tvö stykki og var að velta fyrir mér litnum. Þetta kostaði smá hugleiðslu þar sem ég var ekki viss með hvaða lit ég ætti að taka.

Fyrst datt mér til hugar að grípa bara tvö hvít lök og láta þar við sitja... en svo fannst mér það einhvervegin ekki nógu praktísk. Það sér svo helv... fljótt á þeim.

Það var svo sum hægt að kaupa fleiri lit sem mér leist nú svona og svona á en svo sá ég svört lök, auðvitað það var lausnin þá þyrfti ég ekki að skipta nema mánaðarlega eða svo. Flott!!!

En þá mundi ég allt í einu eftir konunni sem kom inn í fatadeildina í Kaupfélaginu á Egilsstöðum fyrir mörgum árum og hugðist kaupa sér nærbuxur.

-Ég vil fá svartar, sagði hún

-Já, hér á ég svartar, svaraði afgreiðslukonan.´

-Ég er nefnilega á ferðalagi og með því að hafa þær svartar þá sér ekkert á þeim í a.m.k. viku!

Þetta rifjaðist upp fyrir mér og heim fór ég með hvít lök og pakka af þvottefni.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband