Djamm á mánudegi

Flestir sem ég þekki djamma á föstudags eða laugardagskvöldum, sumir bæði kvöldin. 

Við sem erum í veitingabransanum erum því yfirleitt að sinna þeim sem djamma þessi kvöld og þar af leiðandi skemmtum við okkur yfirleitt einhver önnur kvöld.

Í gær (mánudag) var stór djamm dagur hjá mér en þá fór ég á bjórmatargolfmót í boði Snæfisks.

Farið var með rútu úr bænum um hádegisbilið og ekið austur fyrir fjall, nánar tiltekið upp á Kiðabergsvöll.

Þar var fengu allir súpu og brauð og fleiri veitingar í vökvaformi. Síðan var völlurinn spilaður og eins og gengur og gerist gekk mönnum misvel.

Þetta var í fyrsta sinni sem ég spila Kiðabergið og komst að því að allar sögur um hversu hryllilegur völlurinn getur verið eiga við rök að styðjast. Gekk annars þolanlega, sérstaklega þar sem þetta er aðeins annar hringurinn minn á þessu ári.

Að móti loknu bauð Jón og hans fólk í Snæfiski til grillveislu sem jafnast á við flottustu veislur sem ég hef setið. Fyrst var gefið að smakka af framleiðsluvörum Snæfisks, síðan var borðaður kóngakrabbi í forrétt og síðan túnfiskur í aðalrétt. Að loknum mat og verlaunaafhendingu var svo brunað í bæinn og allir saddir og sáttir af golfi, matarkræsingum og ómældum bjórSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

mmmmm, hljómar vel :)

Heiða Þórðar, 12.6.2007 kl. 19:33

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Var enginn þarna til að mæla bjórinn ?

Anna Einarsdóttir, 12.6.2007 kl. 19:41

3 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Já Heiða var jafn gott og það hljómar.

Anna!!! Auðvitað var enginn til að mæla bjórinn, það vill enginn vita hvað mikið fer ofan í mann

Arnfinnur Bragason, 12.6.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband