Hvar var sá nítugasti

Fyrir nokkrum árum var ég að vinna á Hornafirði og eins og gengur og gerist þá fór maður stundum á ball og aðra menningarviðburði sem þar voru í boði.

Man alltaf eftir einu tilfelli sem við kunningjarnir vorum að drekka okkur til áður en halda skildi á ball á Víkinni sem var og er eflaust enn aðal samkomustaður Hornfirðinga.

Einhver vildi kanna hvernig stemmingin væri á staðnum og hvort margir væru mættir svo hann hringdi í vertinn og spurði hann hversu margir væru komnir á ball.

-Ja það eru svona eitthvað á milli áttatíu og níu og níutíu mættir, var svarið sem hann fékkW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Var örugglega ekki að ljúga neinu, maðurinn hefur örugglega verið í dyrunum þegar við hringdum og eins og þú veist þá var Lúlli mjög nákvæmur!!!

Arnfinnur Bragason, 16.6.2007 kl. 21:59

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Minnir mig á Ásbyrgi... hehe, var eitt sinn á vertíð þarna sko....

Heiða Þórðar, 16.6.2007 kl. 23:36

3 identicon

Naunau..... sjaldséðir hvítir ..... hrafnar, voru það víst

Gaman að rekast á þig hér kauði .

Vona að þú hafir það gott !! 

Alma (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband