Flókin vél, þvottavélin

Eitt er það með okkur karlana að við erum svo snjallir á allt sem heitir vélar og tæki.

Þess vegna eru konurnar ekkert að kíkja undir húddið á bílnum, enda ekki gerðar til að hafa vit á því sem leynist undir því. Tölvur og prógrömm eru heldur ekki þeirra svið nema að við kennum þeim á hvoru tveggja svo við séum ekki stimplaðar karlrembur

Eitt er það þó tækið sem okkur hefur reynst erfitt að læra á og það er, þvottavélin.

Veit ekki alveg hvað veldur en sennilega er þetta tæki of auðvelt og auðskilið svo við nennum að eyða tíma í að læra á það.

En sökum þess að ég er orðlagður fyrir að vera mikill jafnréttissinni og vill alltaf leggja mig fram við að sinna heimilisverkum jafnt á við þær konur sem ég hef deilt lífinu með, ákvað ég að þvo mín föt sjálfur og læra þess vegna á þessa lítt spennandi vél.

Ég skellti því mínum flottu boxvernærbuxum í vélina og horfði svo á stjórnborðið, sem ég skyldi ekkert í.

-Heyrð'elskan, á hvaða stillingu set ég?

-Nú, á þá sem sendur á brókinni. Svaraði hún

-Ha???, kallaði ég. -Hér býr, stubbur!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband