Ævintýri á rauðu ljósi

Stoppaði á rauðu ljósi í dag og upp að mér rennur hvítur Benz hægramegin. Ég gjóa augunum á bílstjórann og sé þá að það er einstaklega myndarlega kona á besta aldri.

Hún lýtur til vinstri og beint á mig þannig að ég flýti mér að lýta undan, enda vil ég ekki láta lýta út eins og ég sé að stara á hana.

Samt lýt ég til baka og hún er enn að horfa í átt að mér og nú er komið á hana smá bros sem færist yfir andlitið.

Ég brosi til baka en skil samt ekkert hvað þessi fallega kona er að meina....

Hún bara brosir meira og er ekki laust við að smá hlátur fylgi og svo segir hún eitthvað við sessunaut sinn sem ég sé nú fyrst er hann hallar sér fram og horfir líka í átt að mér. Þetta er líka gullfallega kona og saman brosa þær og eru eitthvað að tala saman.

Ég færist heldur í aukanna og er farinn að ímynda mér að ég sé að fara að upplifa eitthvað villt ævintýri með þessum tveim. Ég laumast til að kíkja í spegilinn og... jú allt í lagi með útlitið, ég tromma létt með fingrunum á stýrið og rugga höfðinu í takt við tónlistina (það er svo kúl) og þar sem ég er búinn að setja upp þvílíkan töffara svipinn er mér litið til vinstri og þar sé ég starfsmann Reykjavíkurborgar, beran að ofan kolbrúnan með spanjólalúkk, með i-pot í eyrunum að dilla sér með tilþrifum, gersamlega í eigin heimi að syngja í ímyndaðan míkrófón gerða úr rekuskafti.

Þegar græna ljósið loks birtist skildi bíllinn minn eftir tvö svört strik í malbikinu........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ohhh, óheppni !

Anna Einarsdóttir, 25.6.2007 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband