Deit
Þriðjudagur, 26. júní 2007
Heyrðu! Fór á deit um daginn,
Bauð henni í bæinn,
á svona stað er selur kaffi
með útlensku staffi.
Ég sagði "Tú latte plís"
því oftast það ég kýs.
Ég bauð henni í horninu sæti
því það var utan við skarkala og læti.
Vildi hafa þar næði
svo gætum við spjallað bæði.
Nú orðin frá vörum hennar tóku að streyma
og hún ræddi um heima og geyma.
Nú ég sagði fátt
enda talaði hún dátt.
Ég hugði ná mér í ábót
en komst ekki frá, hún talaði svo ótt.
Hún hafði frá mörgu að segja
sem flestir mundu um þegja
hún hafði dansað og drukkið
og stjórnlaust stundað sukkið
Frá öllu má ei greina
því betra er sumu að leyna
en loks koma að því að loka
svo ekki mátti þar doka.
Hún bauð mér í geim
ég kurteis bauð far heim
hún það þáði
og er þangað náði
hún inn mig vildi
ef maður hennar skildi
ekki vera heima við
hún þyrfti að fá einhvern til við sig
"Áttu mann?"
ég ekki við þetta kann.
Hún brosti svo undurblítt
"Ert´ekki til í að pruf´eitthvað nýtt?"
Hneykslaður þessu ég neita
og ákveð á einkamál næst að leita.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.