Íslenska smjörið vont
Laugardagur, 30. júní 2007
Undanfarið hef ég verið að lesa blogg um vax, krem, smyrsl og allskyns fegrunar og tískufyrirbæri sem eiga að bæta heilsu útlit og vellíðan vænti ég. Öll eru þessi skrif hin skemmtilegustu enda oftar en ekki verið að gera létt grín af öllu.
Eitt er það undrameðal sem ekki hefur verið nefnt á nafn hér en það er gamla góða júgursmyrslið sem var til á hverju heimili hér áður fyrr amk til sveita. Held það hafi bara virkað vel gegn hinum ýmsu húðkvillum.
Það minnir mig á sögu sem ég heyrði að þjóðverja einum sem ferðaðist um landið fyrir nokkrum árum. Hann lýsti ánægju sinni með fólkið, landið og allt það sem hann upplifði. Maturinn fannst honum virkilega góður og hafði hann orð á að hvergi fengi hann eins ferskan og góðan mat.
Eitt fannst honum þó með ólíkindum vont og það var íslenska smjörið og sagði hann að það væri alveg sama með hverju hann reyndi að borða það, það væri bara svakalega vont.
Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hann var að tala um júgursmyrsl!
Athugasemdir
Þet hlýtur að hafa verið mjúkur maður (að innan amsk)
Eiður Ragnarsson, 3.7.2007 kl. 22:13
Skrambi góður.
Anna Einarsdóttir, 7.7.2007 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.