Fótbolti í kvöld
Miðvikudagur, 19. september 2007
Já þá er komið að því að ég reimi á mig skóna og skelli mér í fótbolta... Þröstur, vinnuveitandi minn, tilkynnti mér að við værum að fara í fótbolta í kvöld kl. hálf tíu.... vá !!! ....fæ ég þá frí á morgun?... rifjaði í huganum upp hvenær ég fór síðast í fótbolta.... hæti að kepp 97.... 97!!!! 10 ár!!! ó mæ god.... fór ekkert í fyrravetur..veturinn þar áður tvisvar eða þrisvar.... jú spilaði einn leik í marki með utandeildarliði sem sonur minn er með í fyrra sumar .... heyrði útundan mér eftir leikinn "Seigur sá gamli!" ..sá gamli!.. halda þessir kjúklingar að maður kunni þetta ekki...
Sem sagt er að fara í fótbolta og einhversstaðar á ég stuttbuxur sem eflaust duttu úr tísku fyrir mörgum árum síðan.... spurning að vera ekkert að mæta í þeim, ekki sniðugt að draga athyglina of mikið að sér á meðan maður veit ekki knattspyrnugetuna.... gæti kannski prufað að vera sniðugur og fá lánaðann g-strenginn hans Bratts bloggvins... en þó skilst að það sé í tísku að vera samkynhneigður eða í það minnsta tvíkynhneigður og ef það er satt þá gæti maður vakið upp einhverjar kendir hjá einhverjum sem erfitt yrða að slökkva....
Svo er að hafa rétta skapið, hef ekkert að gera með góða skapið... ó nei það verður heima en ef þið bloggvinir eigið eitthvað af keppnisskapi á lager sem þið getið lánað mér, þá endilega sendið mér smá, búinn að gleyma hvar ég setti mitt.... vantaði það á skákmótinu um daginn og vann þar af leiðandi ekki... smá tuð gæti Halldór látið mig hafa enda mjög gott að hafa það með.... held hann hafi gleymt sínu heima þegar hann fór út, allavega smútsar hann allt og alla þessa daganna, svo mikið að mér er orðið um ó.... Smá tuð Halldór minn, mitt fór allt í dómaranna hér áður fyrr og þeir skiluðu því ekki í öðru formi en gulum spjöldum...
En sem sagt þarf nýjar látlausar stuttbuxur, keppnisskap og smá af tuði og svo fullt af góðum hugsunum frá ykkur kæru vinir og þá er ég tilbúinn í boltann..... já og frí fram eftir degi á morgun
Athugasemdir
Arrrrrrrgggggg! Hvað eru menn að eltast við þessa andskotans tuðrur endalaust! Þetta var semsagt smá tuð frá mér. Allar góðar vættir fylgi þér við knattiðkunina Arnfinnur og "GO BRAKE A LEG!!!!!!!! Stuttbuxurnar mínar eru í þvotti svo ekki get ég lánað þér þær og Sundskýlan hans Bratts er enn í rannsokn, vegna miðafársins. Gott ef þeir fundu ekki einn miða númer 14 í þeim.........
Halldór Egill Guðnason, 19.9.2007 kl. 16:20
Takk, takk Halldór minn, vissa að ég gæti treyst á þig.... já skýlan hans Bratts er ekki á leiðinn til baka í bráð.... með ólíkindum hvernig kall geyið lenti í þessu.... á alla mína samúð
...... en bíddu nú við hvar er smjútsið
Arnfinnur Bragason, 19.9.2007 kl. 16:35
Kem hér inn í kossaflens
hjá körlum tveim
þetta meikar ekki sens
ég fer aftur heim !
Anna Einarsdóttir, 19.9.2007 kl. 18:27
Auðvitað er í lagi með mig takk fyrir það,,,,,, skoraði fullt af mörkum
Arnfinnur Bragason, 20.9.2007 kl. 22:51
Áfram Víkingur!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.9.2007 kl. 19:38
Áfram Valur!
Arnfinnur Bragason, 22.9.2007 kl. 20:11
Til hamingju með ´þína menn, vonandi sigra þeir líka í næsta leik og við Víkingar tökum Fháinga. Úbbs, við erum að falllllllllla.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.9.2007 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.