Í stórfiskaleik í Kringlunni
Fimmtudagur, 11. október 2007
Mikið er ég ofboðslega orðinn þreyttur á þessum Kaupþingsgæjum sem sitja fyrir manni í Kringlunni. Þeir eru alltaf á sínum stað á annarri hæðinni og þar sem ég er frekar vanafastur þá fer ég yfirleitt inn um aðal innganginn á neðrihæðinni upp rúllustigann, inn ganginn og beint í flasið á þeim. Þetta er minn rúntur í Kringlunni
Aldrei skal ég muna eftir þeim og það er alltaf sama sagan, þeir virðast hafa eitthvert sérstak dálæti á að góma mig og reyna að fá mig í viðskipti við Kaupþing, sama hversu of ég afþakka það. Eins virðis sama hvernig ég reyni að læðast framhjá þeim, alltaf ná þeir að króa mig af
Það er eins og þeir séu í stórfiskaleik, þú sleppur ekki! amk ekki alltaf, einhvern tíma náum við þér ...nema ég, ég slepp ALDREI! þeir ná alltaf að nappa mig.
En ég er búinn sjá við þessu gæjum, ég er hættur að fara í Kringluna
Athugasemdir
Hey heyr Arnfinnur! Þeir eru ekkert annað en nett óþolandi þessir drengir. Ætti að banna þessa óværu. Ef mig langaði í viðskipti við KB, færi ég þangað og ræddi málin. Þegar ég ætla að kaupa skó, eða mjólk, eru þetta síðustu kvikyndi sem mig langar að hitta og hana nú
Halldór Egill Guðnason, 11.10.2007 kl. 23:34
Ég er svo mikill stríðsmaður að ég hef gaman að því að takast á við þessa helv. bjánastráka. Síðast spurði ég þá, hvort þeir vissu hvar ég gæti fengið bannmerki. sem þýddi „Bannað að áreita þessa konu“ Þeir kunnu ómógulega að taka þessu, misskildu orðið áreiti. Ég hef gaman af þessu, þá á ég við að stríða svona peninga og gróðrahyggjufólki, AULARNIR sem velja svona vinnu, mætti ég þá frekar biðja um að vera áreitt af þeim sem koma og hirða frá mér sorpið.
EKKI MISSKILJA ORÐIÐ ÁREITI
Það er ekkert annað en helv. áreiti af þessu símasölu og gangvarðasölupakki.
Og ég vil að framleidd verði bannmerki, eins og sett eru í símaskrána.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.10.2007 kl. 07:27
Ég fékk eitt sinn nett boð frá þessari ágætu stofnun um að kma í viðskipti, ég lét til leiðast og fyllti ú heljarinnar skjal og lét þá hafa.
Nokkru síðar kom inn um lúguna hjá mér bréf frá sama fyrirtæki þar sem mér var tilkynnt pent að ekki væri áhugi hjá þeim til að stofna til viðskipta við mig.
Hver er tilgangurinn?? Jú hann er líklega sá að sía út bestu viðskiptavinina og leyfa hinum að eiga sig.
Eiður Ragnarsson, 12.10.2007 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.