Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Einn góður!
Mánudagur, 30. apríl 2007
Gamli kúrekinn kemur inn á kránna sína eins og hann hefur gert flest kvöld í hálfa öld. Hann sest við barinn og fær sitt wisky. Stuttu síðar kemur ung kona inn á kránna og sest við hliðina á gamla kúrekanum. Hún lítur á hann og spyr svo. "Ertu alvöru kúreki?"
"Já, ég er alvöru kúreki. Allt mitt líf, hef ég búið og starfað á búgarðinum mínum. Setið hesta, snarað naut, reyst girðingar, já ég er alvöru kúreki."
Þau sitja áfram við barinn og gamli kúrekinn gjóar augunum á ungu konuna. "En hvað ert þú góða mín?" spyr hann.
"Nú aldrei hef ég verið á búgarði" segir hún "en ég er lessbía. Allt frá því ég vakna á morgnanna, borða morgunmatinn, er í vinnunni, fer í hádegismat, kem heim, horfi á sjónvarpið, fer að sofa, þá bara hugsa ég um konur. Ég gersamlega hugsa um konur allan daginn og jafnvel dreymir þær á næturnar. Þannig að ég er lessbía"
Stuttu síðar kveður konan en inn kemur par sem fær sér sæti hjá gamla kúrekanum.
Maðurinn lítur á gamla kúrekann og spyr. "Ertu alvöru kúreki?"
"Allt mitt líf hef ég talið svo" svarar gamli kúrekinn "og alveg þar til rétt áðan en þá komst ég að því að ég er lessbía!!!!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hreindýrasteik
Sunnudagur, 29. apríl 2007
"Hvar er kokkurinn?" spurði hún um leið og hún þeytti upp vænjahurðinni að eldhúsinu.
"úps, hvað er nú í gangi" hugsaði ég með mér og vellti fyrir mér flóttaleiðum út úr eldhúsinu. Þarna stormaði inn þessi líka svaka breddan, vel holdi farin og með heljarinnar barm. "Hvað í ósköpunum skildi hún vilja" Ég vissi að ég hafði eldað hreindýrasteik fyrir hana og mannin hennar fyrr um kvöldið og síðan höfðu þau veriðið að skvetta í sig og á hátterni konunnar að dæma var hún orðin töluvert slompuð.
"Ég verð að fá að kyssa kokkinn" tilkynnti hún og tók stefnun á mig þar sem ég var sennilega líklegastur til að vera kokkurinn. "Hann var æðislegur! uhmm" og svo gerði hún sig líklega til að gleypa mig.
"Hver? var æðislegur" spurði ég eins og asni. "Kokkurinn?"
"Maturinn, maður fær bara fullnæingu af svona mat" dafraði hún og hefði líklega farið með mig inn á frystinn hefði ég ekki maldað í móinn...
"Ó, þú segir nokkuð" stundi ég upp. "Unaðsstundir kynlífs þíns hafa þá flestar verið við eldhúsborðið"
Hún svaraði með vænum kynnhesti og strunsaði útúr elhúsinu....
Bloggar | Breytt 30.4.2007 kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Dráttarvélakaup
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Ein saga úr sveitinni. Auðvitað er búið að breyta nöfnum til að eiga ekki á hættu að særa neinn, en auðvitað er sagan byggð á sönnum atburðum, nema hvað.
Það var fyrir nokkrum árum að þeir feðgar Gunnar á Læk og Bessi sonur hans fóru að ræða það sín á milli að líklega væri orðið nauðsinlegt að festa kaup á nýlegri dráttarvél og þá helst öflugri en nallinn sem var komin nokkuð til ára sinna þó hún væri yngsta vélin í flotanum. Jú og svo væri trúlega betra hefði hann drif á öllum hjólum. En þar sem þeir voru nú ekki þeir skjótustu til verka og þurftu oft að jamla og jæja áður en til ákvarðanna var komið þá dógst að eitthvað gerðist í því að fest væri kaup á nýrri vél.
Tóta gamla skjóta, kona Gunnars og móðir Bessa var aftur á móti ekkert að tvínnóna við hlutina væri það hún sem hefði ákvörðunarvaldið. Henni leyddist þófið hjá þeim feðgum og var búin að jagast í þeim í einhverjara vikur er hún frétti að Halli á Höfða ætlaði að selja nýlega dráttarvél sem hann átti. Bæði var þessi vél mun voldugri en stæðrsta vélin á Læk og auk þess með drifi á öllum hjólum. Þetta var því alveg kjörin vél fyrir búið á Læk og Tóta hreinlega rak þá feðga á fund Halla með það í huga að þeir keyptu vélina.
Jú þeir fóru og fundu Halla og skoðuðu hjá honum vélina, síðan ræddu þeir hugsanleg kaup á henni og fóru síðan heim með verðtilboð sem þeir þurftu að fá einhverja daga til að velta fyrir sér.
Já svo liðu dagar og ekkert gerðisti í dráttarvélakaupum. Tóta fór að ókyrrast og var alltaf að spyrja um vélina hvort ekki væri kominn tíma á að klára þessi viðskipt áður en hún yrði seld bara einhverjum öðrum. Jújú rétt var það eitthvað þyrfti að fara að gerast. Þeir feðgar hittu á Halla og ræddu hugsanleg kaup og svo þurftu þeir að hugsa málið aðeins betur en svo fór þó að lokum að þeir komust að þeirri niðurstöðu að best væri sennilega að skellasér bara á upphaflegt tilboð hans Halla og drífa kaupin af.
Því var það að þeir fóru á fund hans með aurana upp á vasann tilbúnir að ganga frá kaupunum. Heldur varð þeim því brugðið er Halli tjáði þeim að hann væri búinn að selja vélina og það fyrir nokkrum dögum síðan. "Ah bévítas ólán " var það var það eina sem Guinnar gamli gat sagt. "Má ég spurja hver það var sem keypti vélina?" stundi þá Bessi "Nú auðvitað hún Tóta!" var svarið sem þeir fengu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er í lagi að brjóta lög ef það er í nafni náttúruvermdar?
Föstudagur, 27. apríl 2007
Alveg er maður hættur að kippa sér upp við það að VG liðið æpi og emji þegar eitthvað er minnst á framkvæmdirnar fyrir austna. Nú er það frétt sem var hér á mbl.is í gær þar sem lögreglan var að biðja um að fréttir frá mótmælendum yrðu teknar með gagnrýnum huga. Eins og við manninn mælt, það ringdi athugasemdum frá VG liði inn á bloggið. Illa farið með aumingja mótmælendur, verið að dæma þá fyrir svosum ekki neitt. Jafnvel fólk sem er í framboði leyfir sér að verja þessa svokölluðu mótmælendur, jafnvel þó þeir hafi verið dæmdir fyrir að brjóta lög í þessu landi. Hvernig á maður að skilja svona lið? Er allt í lagi að brjóta hér lög? Er það sem koma skal ef þetta fólk kemst til valda hér, má maður brjóta lög bara ef það er gert í nafni þess sem VG hefur skilgreint sem náttúruvermd.
Stöndum með Ástu Lovísu!
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
24.4.2007
Enn á spítala
Góðu fréttirnar eru þær að það náðist loks í lækninn í NY og áætlaður ferðatími Ástu út verður 6. maí n.k. Hún hefur þá góðan tíma til að hressast og ná kröftum til að ferðast til NY.
Ástan okkar er komin með heimþrá eftir rúmlega viku spítalalegu og þráir að komast heim. Sendum henni fallegar hugsanir, bænir og orku svo að það verði sem fyrst.
kv.
Arndís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef ég væri sjálfstæðismaður væri ég kátur.
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Ef ég væri sjálfstæðismaður þá væri ég kátur í dag. Ég væri ánægður með árangur ríkistjórnarinnar og þau verk sem hún hefur skilað. Þau eru ekki svo fá, stór og smá. Ég er líka ánægður með þau verk vegna þess að ég er framsóknarmaður.
Það er miklu frekar verkin sem ekki hafa verið unnið eða ekki skilað þeim árangri sem ég hefði viljað sjá. Þess vegan er ég ekki kátur í dag og það er vegna þess að ég er framóknarmaður.
Ef ég væri sjálfstæðismaður þá væri ég bara kátur enda væri mér alvega sama um mömmu, mér væri alvega sama um ellilífeyrisþega, mér væri alveg sama um fé litlar fjölskyldur, mér væri alveg sama um sjúklinga, mér væri alveg sama um öryrkja, mér væri yfir höfuð alveg sama um alla þá sem ekki passa inn í þá mynd sem oft kallað er "almenningur í þessu landi!" Það væri vegna þess að ég væri sjálfstæðismaður og allar tölur benda til þess að "almenningur í þessu landi" hafi það svo miklu betra nú en fyrir 10 til 12 árum. Öryrkjar, sjúklingar, eldriborgarar og aðrir hópar sem eru ekki að skila beinhörðum peningum í ríkiskassan eru bara tölur eða súlur á línuriti. Það gleymist bara svo oft þegar verið er að fjalla um tölur að þær eru ekki fólk og fólk er ekki tölur. Það eru líka til fleiri en ein reikniaðferð til að mæla lífsgæði og það eru líka til fleiri en ein forsemda fyrir útreikningum. Þannig að þrátt fyrir öll hamingjusöm línurit þá hafa þeir hópar sem minnst mega sín, í þessu annars ágæta landi okkar, bara helvíti skítt!
En ég er ekki sjálfstæðismaður, ég er framsóknarmaður og því hundsvektur með ástandið í þessum málum.
......og hana nú!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er að horfa á þig!
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Einn ágætur sem ég heyrði.
Þjófur brýst inn í stórt og glæsilegt hús og hyggst hnuppla þar einhverjum verðmætum. Það var kvöld og myrkur úti sem inni. Engar viðvörunarbjöllur höfðu farið í gang þannig að þjófurinn var nokkuð öruggur með sig. Hann lét ljósgeyslana frá vasaljósinu leika um herbergið sem hann var staddur í.
Allt í einu finnst honum hann heyra sagt: "Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er að horfa á þig"
Þófurinn hrekkur eðlilega við og lítur í kringum sig en sér engann.
Aftur finnst honum hann heyra sömu setninguna: "Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er að horfa á þig"
Nú var hann alveg viss, einhver hafði sagt þetta og hljóðið kom úr einu horni herbergisins.
Þjófurinn færði sig varðlega þangað sem hljóðið hafði komi. Hann lýsir upp hornið og sér þá hvar páfagaukur situr þar í búri. "Halló" segir þjófurinn "Varst þú að segja þetta, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er að horfa á þig?"
"Já já" svarar páfagaukurinn
Þjófurinn er nú búinn að jafna sig á sjokkinu sem hann varð fyrir og spyr páfagaukinn í léttum tón. "Jæja góurinn, heitir þú kanski Ingibjörg Sólrún Gísladóttir?"
"Nei, ég heiti Davíð Oddson"
Þjófuinn skellihlær. "Hvaða hálviti skírir páfagaukinn sinn Davíð Oddson?"
"Sami hálvitinn og skírir rotwailer hundinn sinn Ingibjörgu Sólrúin Gísladóttur"!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
....og svo ætlaði ég að gerast hestamaður!
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Það var einhverntíma, veturinn eftir að ég fermdist að faðir minn sagði mér að Haraldur gamli á Eyjólfsstöðum hefði verið að bjóða sér veturgamlan fola, efnilegasta og eigulegasta grip. Pabbi spurði mig hvort ég vildi ekki bara nota fermingapeninginn minn til að kaup folann. Ekki man ég nú neinar tölur í þessu sambandi en þó man ég að mest allur fimmþúsundkallabúnkinn sem ég fékk í fermingagjöf færi þá í þessi kaup.
Jújú, ég var svosum alveg til í það. Pabbi hafði hvort eð er tekið búnkann af mér og lagt hann einhversstaðar inn, sjálfast í Kaupfélagið og ég sá ekki né naut tilfinningarinnar að vera ríkur maður og geta fundið svolítið til mín. Því gat ég svosum alveg eins keypt folann og gerst hestamaður, þetta var jú sagt mikið gæðingsefni og margir gæðingar höfðu komið frá honum Haraldri, var mér sagt.
Það var því úr að ég keypti folann og heim kom hann nokkru síðar. Fallegur var hann því var ekki að neita jarpur, hnarrreystur og tignarlegur. Nú var bara að finna nafn á gæðinginn og það var sko ekki auðvelt. Svona gæðingur átti eitthvað betra skilið en bara "Jarpur" Eitthvað drógst nú að nægilega gott nafn kæmi upp í hugann á mér og þær tillögur sem ég fékk voru heldur ekki nægilega góðar að mínu mati.
Þegar fráleið þá fór ég í skóla og lítið varð úr að ég sinnti vini mínum. Frændur mínir á Brekku tömdu hann og sýndu hann eitthvað á mótum. Nokkrum sinnum fór ég á bak honum, í gegnum árin og þá helst ef fór í göngur á haustin. En þrátt fyrir fögur fyrirheit þá varð nú harla lítið úr að ég yrði hestamaður og gæðingurinn minn góði, Jarpur, átti náðuga ævi og var sleginn af og grafinn í túnfætinum heima tuttugu vetrum eftur að ég eignaðis hann.
En alltaf furðaði ég mig jafn mikið á og skildi ekkert í og það var það, hvernig í ósköpunum hann faðir minn fékk þá flugu í höfuðið að gera úr mér hestamann....
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fermingaafmæli
Mánudagur, 23. apríl 2007
Ég uppgötvaði það um daginn að í ár á ég þrjátíuára fermingaafmæli. Já tíminn líður. Ég tel næsta engar líkur á að um nokkuð fermingabaranmót verði að ræða hjá mér í þetta skiptið, fremur en áður. Mér er nefnilega til efs að Guðbjörg fermingasystir mín og í raun eina fermingasystkini mitt fari nokkuð að hóa í mig til að halda mót. Þó svo við hafi verið í þokkalega fjölmennum bekk í Egilsstaðaskóla veturinn 1976 til 77, þá vorum við þau einu sem vorum úr Fellahreppi og tilheyrði ekki Egilsstaðasókn, því fermdumst við bara tvö.
Ég man að löngu áður en nokkur hafði orð á því, jafnvel einu eða tveim árum áður, þá var ég búinn að uppgötva skelvinguna sem ég stóð framifyrir. Semsagt að þetta gat alveg eins lytið út eins og brúðkaup. Held að systir mín hafi fyrst haft orð á þessu í mín eyri og uppskar einn vel útilátinn í staðinn, ekki það að mér hafi verið laus höndin í þá daga en þetta var nú tú mödds fyrir viðkvæma sál.
Aðdragandinn að fermingunn var óvenju langur. Endurbætur á gömlu kirkjunni á Ási tóku eitthvað lengri tíma en ráð var fyrir gert og að þeim loknum þá varð að blessa verkið og endurvígja kirkjun. Sigmar prófastur og séra Bjarni voru held ég ekki stressuðustu menn sem ég hef hitt. Og ég man ekki lengur hve margar dagsetningar ég heyriði nefndar sem fermingadag. Ég vissi ekki hvort ég ætti frekar að hlakka til dagsins eða kvíða. Þetta var semsagt svona súrsæt bið. Slæmt þótti mér að fólk var farið að gamtast með að drátturinn á fermingunn væri orðinn svo langur að réttas væri að gifta okkur bara í leiðinn. Og Haraldur á Teigarbóli og Hörður í Refsmýri sem voru jafnaldrar okkar og höfðu alist upp í Fellum voru báðir fluttir í burtu. Bévítas gaurarnir! Seinna meir fluttu þeir svo báðir til baka og Hörður er í dag maður Guðbjargar.
En semsagt dómsdagur rann loks upp 13. september !! Jú, jú það var komið haust þegar loksins var hægt að ferma okkur. Þá var ég löngu búinn að sætta mig við allar háðsglósur kunningjanna og naut bara sólríks og fallegs dags. Jafnvel Eyþór á Skeggjastöðum sem gat verið nokkuð stríðinn gat ekki skyggt á gleði mína þar sem ég spókaði mig um í nýjum grænum jakkafötum og skóm sem hækkuðu mig um tíu sentimetra. Í þá daga mátti ég alveg við því nokkrum auka sentimetrum. Ekki man ég hver afrakstur dagsins var í gjöfum en þær voru þó nokkrar. Man vel eftir Fidelity græjum og full af fimmþúsundköllum og plötu með Glen Campell og þar sem fermingabörnin þetta árið voru óvenju fá, þá varð líka veislan mun fjölmennari en ella því það tíðkaðist að bjóða öllum úr sveitinni. Þá var heldur ekki verið að leigja sali fyrir svona veislur, þær voru bara haldnar heima. Daginn eftir mætti ég dauðþreyttur í fyrsta skóladaginn.
Ég held ég sé ekkert að setja mig í samband við hana Guðbjörgu heldur láti bara nægja að óska okkur til hamingju með áfangann.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Helgarfrí
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Skellti mér í sumarbústað um helgina og hafði það bara helv... gott. Heitur pottur á staðnum og allt. Latur og naut listisemda lífsins í botn. Held ég geri þetta einhvertíma aftur. Engin tölva, ekkert sjónvarp, enginn sími, engin truflun. Svo kem ég heim í dag og kemst að því að Arsenal hafði aðeins náð jaftefli gegn Tottenham...skandall og ég sem hélt að það væri formsatriði að spila þennan leik.. fokk, vissum að kennaliðið hefði unnið þá!
En jæja held að fjölskyldan sé öll heil og veit ekki af neinum náttúruhamförum, vona að framsókn hafi gert eitthvað sniðugt um helgina, þurfa að fara að sparka duglega í vinstra afturhaldið og eins að hætta öllu daðri við íhaldið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)