Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Golf á morgun

Kæru vinir sem kunnið að lesa þetta og eruð á laus... í golf, þá ætla ég að spil 18 holur á morgun kl 14 en nenni ekki einn og auglýsi þar með eftir makker hér!!!


Stærsti sigurinn

Ég er mikill áhugamaður um knattspyrnu og hef gaman af að fylgjast með þeim skrítna leik. Ég stundaði þetta sport líka töluvert á árum áður en undanfarin ár hefur áhuginn flust að mestu yfir í sjónvarpssófann.

Þó svo ferill minn sé ekki titlum og medalíum skreyttur þá eru augnablikin og minningarnar engu að síður margar mjög skemmtilegar og gaman að rifja þær upp. Sennilega er sumarið sem ég spilaði með Hugin Fellum, sem sennilega er eitthvað það lélegasta lið sem fram hefur komið í íslenskir knattspyrnu, það allra minnisstæðasta og jafnvel það skemmtilegasta.

Við töpuðum flestum leikjum með tveggja stafa tölu og vöktum gríðarlega athygli fyrir skrautlega úrslit. Þetta var ekki allt alslæmt, t.d. gerði Bjarni Fel úrslitum okkar alltaf góðskil í íþróttafréttum, við lentum í blaðviðtali í Helgarpóstinum sáluga og sveitastjórinn okkar sagði mér að eitt sinn er hann átti erindi við fjárlaganefnd alþingis þá hafa sveitarfélagið verið vel kynnt; "Er það ekki þaðan sem Huginn Fellum er?" Hann var ekki frá því að erindi hans hafi fengið fljóta og góða afgreiðslu vegna þess hversu vel liðið ver kynnt.

Þar sem það eru liðin tæp fimmtán ár síðan þetta fræga lið var og hét held ég að sé óhætt að rifja þetta upp enda þekki ég engan sem hefur borið skaða af að hafa tekið þátt í þessu.

Lengi vel kíkti ég í bókina "Íslensk knattspyrna" þegar hún kom út á haustin svona til að skoða hve mörg lið væru enn starfandi sem ættu okkur að þakka stærsta sigur sinn.

Alltaf er mér samt minnisstæðast þegar ég las tölfræðiniðurstöður um okkur. Stærsti sigur: 1:1 gegn Austra 14.júni á Eiðavelli


Hvert er þroskastigið?

Spurning hvort svona guttar hafi nokkuð þroska til að taka prófið fyrr en eftir amk 3 ár í stað 3 mán.
mbl.is Þarf að taka bílprófið aftur í kjölfar ofsaaksturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Common Jón!

Ágæti, Jón, ekki veit ég hvað þið Geir eruð að spá, en það vil ég að þú vitir að þú hefur ekki umboð mitt til að halda áfram stjórnarsamstarfi með sjöllum.


Grínistinn

HahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahihihihihihehehheGrin


mbl.is Steingrímur krefur Jón um afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjustu tölur

Spái að þetta fari svona:

Framasókn 10,

Frjálslyndir 3,

Samfylking 17,

Sjálfstæðis 23,

Vinstri Græn 10,

Svo er bara að sjá!!Wink


Vinnubrögð ákæruvaldsins!

Hvernig í ósköpunum ætli vinnubrögð ákæruvaldsins hafi verið í þessu máli? Ja maður spyr sig!


mbl.is Ákæru vegna hreindýraveiða vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki snilld?

http://youtube.com/watch?v=OtMnwZKOtwA&mode=related&search=

Ef svo ólíklega vill til að þetta hafi farið framhjá einhverjum þá er þessi snilld hér, njótiðSmile


Kýr, um kú, .......

Ég á einn vin sem kalla mætti  snilling á einu sviði en minni snilling á öðru. Ekki eins og ég, meðal maður á mörgum sviðum, hvergi snillingur hehe... Jæja hann hefur þann vana að þurfa alltaf að rökræða við mig um alla skapaða hluti hvort svosem hann hefur á þeim vit eður ei.

Ekki man ég upphafið á rökræðum okkar um orðið: kýr. En við vorum að deila um beygingu orðsins og vorum alls ekki sammála fremur en venjulega, auk þess að þykjast hafa vit á öllum sköðuðum hlut, þá hefur hann þann vana að vera alltaf ósammála mér. Hann segir að lífið snúist um að rökræða, því að annars fáist ekki botn í neitt ef ég hef eina skoðun þá verður  hann að setja sig á móti til að vitræn niðurstaða fáist í málið, svona Morfís stíll á þessu hjá okkur . Yfirleitt er það þannig að ég gefst upp og leyfði honum að eiga heiðurinn af að hafa rétt fyrir sér. Stundum sný ég þó á hann. Þannig er að hann  er mikill aðdáandi Manchester United og það þýðir að ekkert lið er fremri þeim alveg sama hver stað liðsins er. Þannig að stundum þegar ég vil stríða honum þá segi ég t.d.: “Manchester United er langbesta lið í heim” Samkvæmt lögmáli hans þá á hann að setja sig á móti mér og rökræða þetta frekar en  oftast kemur lítið upp úr honum þannig að ég ýti á eftir “Og villtu ekki ræða það vinur minn” Yfirleitt kemur hann með einhverja dapurlega afsökun einsog “Æji, ég er eitthvað svo slappur í dag, það liggur eitthvað svo illa á mér” Ef ég hinsvegar brydda upp á einhverju öðru til að ræða þá er allur slappleiki löngu gleymdur

Jæja við vorum að ræða um kúnna og ég með mína íslenskukunnáttu sem ég hafði að mestu frá barnakólakennar mínum  Sveini Herjólfssyni og svo mömmu, þóttist nú alveg vita hvernig orðið væri beygt. Auðvitað vissi ég að hann gæti ekki verið sammála mér og hlakkaði til að takast á við hann, nú var ég þó á heimavelli, sveitmaðurinn sjálfur, búinn að umgangast kýrnar frá því ég mundi eftir mér og í þetta sinni ætlaði ég ekki að gefa honum sigurinn.

En auðvitað mátaði hann mig. Eftir nokkra umhugsun kom hann með svarið. "Arnfinnur, minn,"hann gat verið mjög hátíðlegur ef sá var gállinn á honum. "svona er þetta,: kýr, um kú, frá kusu, til belju"

Skák og mát!!


Prófútkoma

 Tók þetta vinsæla Bifrastarprót og hér er útkoman: 

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 37.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 70%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 9%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 20%

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Framsóknarflokksins!                                                     

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband