Hugleiðsla í Rúmfatalagernum

Anna bloggvinkona mín bloggar um það í dag að hún hafi farið á hugleiðslunámskeið í Reykholtsdalnum í dag og efast ég ekki um að það hefur verið bæði ganglegt og gott.

Þegar ég las það þá datt mér í hug að í dag var ég í hálfgerði hugleiðslu í Rúmfatalagernum þar sem ég stóð fyrir framan stóran rekka af lökum. Ætlaði að kaupa mér tvö stykki og var að velta fyrir mér litnum. Þetta kostaði smá hugleiðslu þar sem ég var ekki viss með hvaða lit ég ætti að taka.

Fyrst datt mér til hugar að grípa bara tvö hvít lök og láta þar við sitja... en svo fannst mér það einhvervegin ekki nógu praktísk. Það sér svo helv... fljótt á þeim.

Það var svo sum hægt að kaupa fleiri lit sem mér leist nú svona og svona á en svo sá ég svört lök, auðvitað það var lausnin þá þyrfti ég ekki að skipta nema mánaðarlega eða svo. Flott!!!

En þá mundi ég allt í einu eftir konunni sem kom inn í fatadeildina í Kaupfélaginu á Egilsstöðum fyrir mörgum árum og hugðist kaupa sér nærbuxur.

-Ég vil fá svartar, sagði hún

-Já, hér á ég svartar, svaraði afgreiðslukonan.´

-Ég er nefnilega á ferðalagi og með því að hafa þær svartar þá sér ekkert á þeim í a.m.k. viku!

Þetta rifjaðist upp fyrir mér og heim fór ég með hvít lök og pakka af þvottefni.


Tattooskákmótið

Nú líður óðum að skákmóti bloggar með tattoo.

Ég veit ekki hvað er með þessar tattoostofur en biðtíminn eftir að komast í tattoo er slíkur að sennilega verð ég að lát mér nægja tiggjótattoo eða stimpil. Ekki getur maður tekið þátt í mótinu án þess að hafa einhverskonar tattoo.

Annars fékk ég hugmynd um daginn þegar ég fór á Players. Ef maður vill skreppa út er maður stimplaður á handarbakið með ósýnilegu bleki sem sést ekki nema það sé lýst á það með sérstöku ljósi, þá kemur í ljós  þessi fína stjarna!

Sniðugt ég ætla því að mæta með ósýnilegt tattoostjörnu á mótið. Skrepp bara aðeins á Players rétt áður en mótið hefstGrin


Partý í maganum

Sat á barnum um daginn og var búinn að innbyrða nokkra skota. Allt var með kyrrum kjörum í maganum enda rólyndi skotanna allgjört. Engu breytti þó nokkrir hollenskir Holseinar kæmu í heimsókn og virðuleikinn jókst bara við komu enska ginsins.

En maginn vildi fjör og bauð því amerískum Bud og áströlskum Foster að kíkja inn og þegar franska rauðvínið kom dansandi inn fóru hlutirnir að gerast.

En eins og þar sem margir koma saman þá vill oft slettast upp á vinskapinn og af einhverjum völdum á lenti skotunum saman við Budinn og ginið virðulega stóðs ekki mátið að taka þátt í erjunum. Svo að á tímabili þá hugðist Fosterinn og rauðvínið yfirgefa samkvæmið en létu þó tilleiðast að staldrar aðeins lengur við að beiðni magans.

Heilinn sem hafði fylgst með partýinu um stund tjáði maganum að sér fyndist nóg komið en maginn var því ekki sammála.

-Þetta verður í fínu lagi, sagði hann. Fjörið er rétt að byrja og enn er nægt rými fyrir fleiri sem vilja koma

-Þetta endar með ósköpum, andmælti heilinn.

Maginn hlustaði ekki og þegar einn aumur tequila bankaði upp á fannst maganum að það hlyti að vera í lagi

-Rólegur nú, tequila eru lúmskir gæjar, sagði heilinn, þeir koma aldrei einir.

-Einn teuquila, ekkert mál svaraði maginn.

En viti menn um leið og þessi eini slapp inn komu bræður hans átta í halarófu á eftir.

Hafi verið fjör fyrir þá jókst að um helming við komu þessara fjörkálfa og að nokkrum mínútum liðnum sauð upp úr og maginn fékk nóg.

-Út með ykkur öllsömul og það á stundinni, öskraði hann. Og þar sem aðeins ein útgönguleið var opin, sú sama og allir komu inn um þá ruddust líka allir út um hana í einu.

Hálftíma síðar voru allir komnir út og maginn orðinn tómur og samþykkti aumur og beygður að hlýða framvegis heilanum. Ekkert partý!.... En svo er aðeins spurning hversu lengi hann heldur það heit.


Hvað er eiginlega í gangi?

Þeir hrynja niður hver á fætur öðrum. Þrír á innan við viku!!!Frown

Mikið er ég feginn að vera hættur í boltanumWink


mbl.is Knattspyrnumaður lést á æfingu í miklum hita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæpt var það..

.. en hafðist þó fyrir rest. Eins gott, hefði verið slæmt að byrja á tapi á heimavelli


mbl.is Hleb tryggði Arsenal sigur á Fulham á síðustu stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirhugað skákmót bloggvina með tattoo

Nú þegar enn eru tæpir tveir mánuðir í skákmótið hennar Önnu formanns og bloggvina hennar þá er farið að bera á ýmsum aðferðum í undirbúningi. Nýjasta er jóga! Sumir ætla greinilega að koma sterkir inn. Aðrir vilja hafa boðsund með??? Ég fór í æfingabúðir um seinustu helgi þar sem fyrir hugað var að tefla og drekka bjór með. Taflið gleymdist en bjórinn var allur drukkinn þannig að segja má að helmingur áætlunarinnar hafi gengið upp.

Stoltur afi

Skrítið hélt að afinn hafi alltaf verið svo stoltur af stúlkunni
mbl.is París Hilton gerð arflaus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn af ættarmóti

Jæja kominn af ættarmóti, reyndar á sunnudagskvöldið, hef bara verið að jafna mig... meina upptekinn síðan.

Auðvitað bauð þetta mót upp á allt sem maður ætlast til. Hlátur, grátur, sigling, gönguferð, pönnukökur og kaffi, kvöldvöku, bjór, grill, söng, fótbolta, sögur og svo viðbeinsbrotna dóttur.

En allir eru komnir til síns heima núna nokkuð heilir held ég


Kveðja

Kasta kveðju á ykkur bloggvinir og fer að ráði Ægis og skil góða skapið eftir hjá ykkur. Eins gott að þið notið það vel á meðanGrin

Svo þar til næst verðið skemmtileg... og annað  það er fullur ísskápur af bjór handa ykkur


Hvað skal skilja eftir?

Nú er ég búinn að pakka að hluta því sem ég ætla að hafa með mér vestur. Hef fengið mörg góð ráð og þakka ég fyrir það. Eitt veldur mér svolitlum áhyggjum og það er hvar ég eigi að koma fyrir farþegunum, því ekki skil ég bjórinn eftir.InLove

Nú verð ég bara að fara í gegnum þetta aftur og finna út hvað skal skili eftirWoundering


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband