Færsluflokkur: Bloggar

Hvað er eiginlega í gangi?

Þeir hrynja niður hver á fætur öðrum. Þrír á innan við viku!!!Frown

Mikið er ég feginn að vera hættur í boltanumWink


mbl.is Knattspyrnumaður lést á æfingu í miklum hita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæpt var það..

.. en hafðist þó fyrir rest. Eins gott, hefði verið slæmt að byrja á tapi á heimavelli


mbl.is Hleb tryggði Arsenal sigur á Fulham á síðustu stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirhugað skákmót bloggvina með tattoo

Nú þegar enn eru tæpir tveir mánuðir í skákmótið hennar Önnu formanns og bloggvina hennar þá er farið að bera á ýmsum aðferðum í undirbúningi. Nýjasta er jóga! Sumir ætla greinilega að koma sterkir inn. Aðrir vilja hafa boðsund með??? Ég fór í æfingabúðir um seinustu helgi þar sem fyrir hugað var að tefla og drekka bjór með. Taflið gleymdist en bjórinn var allur drukkinn þannig að segja má að helmingur áætlunarinnar hafi gengið upp.

Stoltur afi

Skrítið hélt að afinn hafi alltaf verið svo stoltur af stúlkunni
mbl.is París Hilton gerð arflaus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveðja

Kasta kveðju á ykkur bloggvinir og fer að ráði Ægis og skil góða skapið eftir hjá ykkur. Eins gott að þið notið það vel á meðanGrin

Svo þar til næst verðið skemmtileg... og annað  það er fullur ísskápur af bjór handa ykkur


Hvað skal skilja eftir?

Nú er ég búinn að pakka að hluta því sem ég ætla að hafa með mér vestur. Hef fengið mörg góð ráð og þakka ég fyrir það. Eitt veldur mér svolitlum áhyggjum og það er hvar ég eigi að koma fyrir farþegunum, því ekki skil ég bjórinn eftir.InLove

Nú verð ég bara að fara í gegnum þetta aftur og finna út hvað skal skili eftirWoundering


Ættarmót

Nú lýður óðum að ættarmóti stórfjölskyldunnar í móðurlegg. Það verður haldið að Reykhólum um næstu helgi.

Ég er svona farinn að velta fyrir mér hvað ég þurfi að hafa með mér. Hef komist að því að  það  er mikil þrautarganga  fyrir mann sem kann ekkert að skipuleggja svona dæmi. Kemur hér fram munurinn á körlum og konum, Þær muna eftir öllu þegar farið er í svona ferðir.

Ég ætla að vera í tjaldi með dætrum mínum og syni svo ég verð að muna eftir tjaldinu, og vindsængum, svefnpokum. Nú ég man auðvitað eftir bjórnum hann er sko kominn í skottið. Spá í að hafa eina koníaksflösku með til að bjóða gestum sem heimsækja mig í tjaldið, skildi ég eiga að hafa koníaksglös með mér eða á maður bara að bjóða upp á koníak í plastglösum. (Muna að afla upplýsinga hjá reyndari ferðalöngum)

Svo er það maturinn. Spá í að semja við systur mína um að versla fyrir mig í leiðinni  þá er ég nokkuð viss um að það sé hugsað fyrir öllu og ekkert gleymist. Hún er sko kona.

Spurning um golfsettið veit ekki hvort það sé hægt að komast í golf á Reykhólum (Muna ath. með golfvöll)

Fótboltinn verður með sonur minn klikkar ekki á því. Hann átti einnig  val um að fara með móður sinn á ættarmót þessa sömu helgi. Að vel ígrunduðu máli sagði hann henni að hann veldi frekar að fara með föður sínum, það væru miklu fleiri í hans ætt sem kynnu fótbolta heldur en hennar.

Eitt hef ég lært af tjaldferðum og það má ekki gleyma salernispappírnum. Klikka ekki á því

Og eitt að lokum muna að taka góða skapið með sér.

Eða nei þarf ekki að muna það er alltaf í góðu skapiGrin

 


Auðvitað

Hér talar snillingur sem er búinn að margsanna að það er ekki allt unnið með að kaupa og kaupa nýja leikmenn.

Arsenal er að koma upp með gríðarlega efnilegt lið sem verður gaman að fylgjast með í vetur.


mbl.is Wenger: Ótrúlegt hve miklu félögin hafa eytt í leikmannakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk sem hefur misst af

Með vaxandi velferð og auknum lífsgæðum er alltaf hópar fólks sem plummar sig ekki í samfélaginu og missir af einhverjum ástæðum af velferðinni.

Þá er einfaldasta leiðin að kenna öllum öðrum um og reyna að brjóta niður og eyðileggja það sem aðrir hafa byggt upp.


mbl.is Áberandi mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skák og mát

Þegar ég var að alast upp í Fellum á Héraði tíðkaðist að koma saman vikulega yfir vetrarmánuðina og tefla í félagsheimilinu á Rauðalæk. 

Í fábreyttu félagslífi lítilsamfélags voru uppá komur sem þessar gripnar fegins hendi og var alltaf töluverð tilhlökkun hjá manni fyrir skákkvöldin.

Teflt var allan veturinn eins og áður sagði og síðan var slúttað á vorin með veglegu kvöldi þar sem boðið var upp á kaffi og með því og þeir verðlaunaðir sem best höfðu staðið sig yfir veturinn.

Fyrstu veturna skorðaði ég ekki hátt á þeim lista en með tíð og tíma hækkaði maður sig jafn og þétt.

Hápunktur hvers vetur var þegar att var kappi við Hlíðamenn, en þeir voru nokkuð sleipir og höfðu yfirleitt betur í þessum viðureignum.

Ég man alltaf þegar ég var valinn í fyrsta sinni til að keppa fyrir hönd okkar Fellamann. Fyrirkomulag þessar keppna  var með þeim hætti að teflt var á tólf borðum og keppi hver keppandi tvær skákir við sama andstæðing

Þar sem ég var langyngstur og sjálfsagt slakastur í okkar hópi þá kom það í minn hlut að keppa á tólfta og síðasta borði. Mig minnir að ég hafi verið 10 eða 11 ára þegar þetta var.

Þetta sinnið kom það í okkar hlut að heimsækja Hlíðamenn og þegar við komum á staðinn sé ég fljótt að þeirra lið var einnig skipað gömlum köllum en á þessum aldri eru allir gamlir þó svo menn séu kannski ekki nema rétt skriðnir yfir tvítugt og ekki farir að raka sig daglega. Ein undantekning var þó í þeirra lið og það var stúlka ein á svipuðu reki og ég. Það fór hrollur um mig. Ég af öllum átti þó ekki að fara að mæta henni. Ekkert var eins neyðarlegt og að mæta stelpu og kannski tapa. Ég held ég hafi beðið til Guðs um að hún tefldi á einhverju öðru borði en því tólfta...en nei auðvitað kom það í minn hlut að eiga við hana og ekki bætti úr að ég heyrði því fleygt að hún væri ansi sleip.

Aldrei hef ég upplifað prófskrekk, sviðskrekk, hnút í magann fyrir kappleiki eða annað sem mætti ætla að menn upplifðu fyrir eitthvað sem dregur athyglina að frammistöðu mans. Aldrei upplifði ég neitt þessu líkt nema í tvö skipti. Annað var þegar ég tók bílprófið og svo í þetta sinnið þegar ég stóð frami fyrir því að mæta þessari stelpu í alvöru skákkeppni.

Þrátt fyrir að ég óskaði mér annars þá var mér nauðugur einn kostur að takast á við þennan ógurlega andstæðing sem nú var komin í skrímslismynd. Og þegar við settumst að skákborðinu þá var ég þvalur í lófum, þurr í hálsinum og steinn í maganum á mér.

Hún brosti feimnislega og kynnti sig.

Ég tuldraði eitthvað óskiljanlegt og gætti þess að horfast ekki í augu við hana.

Skákin hófst og ég komst fljótt að því að þennan andstæðing mátti ekki vanmeta. Ég hafði lært dálítið í fléttum og að leggja gildur og hugðist nota mér það sem ég taldi mig kunna. Eitthvað virtist þó hernaðaráætlun mín ekki vera að virka og smátt og smátt fækkaði í mín liði og hvar vígamaðurinn lá í valnum og eftir tiltölulega stutta viðureign var liðsmunurinn orðinn slíkur mér í óhag að ekki var um annað en að leggja niður vopnin og játa sig sigraðan.

Niðurbrotinn og með sært stolt stóð ég upp frá borðinu og fannst veröldin vera að hrynja yfir mig. Sem betur fer var þetta fyrsta skákin til að klárast svo vitni að þessum óförum mínum voru fá og ég þurfti ekkert að útskíra neitt fyrir félögum mínum.

Áður en seinni umferðin hófst var hlé þar sem boðið var upp á svignað hlaðborð með rjómapönnsum og tertum og tíminn notaður til að spjalla um heima og geyma eins og gjarnan er á mannamótum.

Andstæðingur minn, skrímslið, kom til mín og var að vonum létt yfir henni. Hún fór að spjalla við mig og mér til furðu þá var ekkert sem minnti á grobb eða hroka hjá henni  heldur komst ég fljótt að því að þetta var hin viðkunulegasta stúlka sem gaman var að spjalla við og smá saman glaðnaði yfir mér og þegar við settumst aftur að skáborðinu og eftir að hafa heyrt nokkur uppörvandi hvatningarorð frá félögunum, var sem nýr og einbeittari maður settist að tafli sem ekki þurfti lengur að takast á við neitt skrímsli. Ekki veit ég hvers vegna stúlkan sagði mér áður en skákin hófst að nú væri komið að mér, hún tapaði hvort eð er alltaf með svart. Kannski vildi hún hughreysta mig eitthvað frekar eða þá hún hafi verið búin að ákveða að hafa sig ekkert sérstaklega í frami en allavega þá var ég jafnfljótur að jafna taflið og ég hafði verið að tapa fyrri skákinni.

Ég stóð því nokkuð sáttur uppfrá borðinu. Miklu fargi var af mér létt.  Ekki var líka verra að komast að því að nokkrir í mínu liði höfðu tapað báðum sínum skákum og sumir aðeins náð einu jafntefli, þannig að mín frammistaða var ekkert svo slæm.

Þegar vinningar voru svo taldir saman að loknum öllum skákum kom í ljós að Hlíðamenn höfðu haft betur 12 1/2 gegn 11 1/2 okkar.

Á heimleiðinni í reykmettum bílnum svo sveið í augun þá var eitthvað verið að skjóta á mig að ég hefði tapað fyrir stelpu. Mér var alveg sama ég var meir en sáttur að hafa tapað fyrir henni,  hún var ekkert verri en ég og sennilega leið mér bara betur en hefði ég unnið báðar skákirnar. Hins vegar leiddist mér að sá sem hvað mest reyndi að gera úr þessu tapi mínu (var dálítið ósáttur við að tapa fyrir Hlíðamönnum) var einn af þeim sem tapaði báðum sínum skákum.

Ég gat því ekki á mér setið að inna hann eftir hans árangri.

Svarið fékk ég ekki en það sem eftirlifði ferðarinnar var ég a.m.k. látinn í friði.

Síðar á lífsleiðinni hef ég oft tapað fyrir konum á allskyns völlum og ég man ekkert sérstaklega að það hafi böggað mig neitt sérstaklega.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband