Færsluflokkur: Bloggar
Eltingaleikur....klukk
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Eltingaleikurinn heldur áfram hér á blogginu og ekki get ég skorast undan frekar en aðrir enda búið að klukka mig tvisvar í dag
8 atriði um mig:
- Ég er 44 ára
- Ég á 4 börn
- Ég er rekstrarstjóri...(vinnuþræll)
- Ég held með Arsenal
- Ég fíla golf
- Ég lítið fyrir viðhald
- Ég er að austan (héraðinu)
- Nú er ég ráðþrota
og svo er að finna átta fórnarlömb .....má maður ekki klukka til baka?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Teitur Þórðar með gamaldagsfótbolta
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Nú er Teitur Þórðarson búinn að vera við stjórnvöldin hjá KR í tæp tvö ár og á sama tíma hefur liðinu hrakað stórlega. Hann hefur í höndunum sterkasta hóp knattspyrnumann sem spil á Íslandi og ljósi þess er sú knattspyrna sem liðið leikur fyrir neðan allar hellur.
Í gamladag var þessi knattspyrna kölluð "kikk and run" og var aðalsmerki liða sem ekki höfðu á góðum spilurum að byggja og voru þá þjálfarar þessara liða oftast að horfa til þess að liðin næðu viðundandi árangri fremur en að skemmta áhorfendum með áferðafallegri knattspyrnu.
Í hverju liðið er það þjálfarinn sem leggur upp leikkerfin og leikaðferðina og svo er einnig með KR, vænti ég og þar sem KR liðið er, eins og ég sagði, eitt það sterkasta á Íslandi þá hlýtur það að vera þjálfarinn, Teitur, sem á mesta sök á ömurlegum og leiðinlegum leik liðsins.
Í leiknum gegn Val, var greinilegt að það átti fyrst og fremst að hugsa um að brjóta niður spil Valsarann en að leika eitthvað sem flestir kalla knattspyrnu og svo vasklega gengu KRingar fram í því að nær hálft Valsliðið var vart leikfært að loknum leik.
Ég held því KRinga vegna að Björgúlfur ætti að taka upp budduna og borga upp samning Teits svo hann geti snúið sér að einhverju allt öðru því hann er greinilega mörgum árum á eftir þeim kröfum sem við áhorfendur viljum sjá framkvæmdar á knattspyrnuvellinum
Valur vann KR í vítaspyrnukeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyndnir fjölmiðlamenn
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Ég get ekki sagt að ég sé mikill fjölmiðlafíkill. A.m.k. horfi ég nánast ekkert á sjónvarp og útvarpið hljómar bara stundum í bílnum og í vinnunni. Blöðin eru sá miðill sem ég nota sennilega hvað mest.
Af útvarpsrásunum er það helst Bylgjan sem er valin, sennilega af gömlum vana frekar en meðvitraðri ákvörðun. Tónlistin sem þar er spiluð fellur ágætlega að mínum smekk og útvarpsfólkið ágætt, segir manni reglulega hvað klukkan er og hvernig veðrið sé. Ef maður skildi ekki vita það.
Það er þó eitt með þetta ágæta útvarpsfólk, fyrir að tönglast stöðugt á klukkunni og veðrinu sem er farið að pirra mig dálítið en það er þessi ógurlega sýndarleikur um að vera svo ofboðslega hresst og kátt og í svo góðum gír að maður sér bara fyrir sér tannkremsbrosið límt á fésið á því daginn út og inn. Þessi sýndarmennska keyrir þó um þverbak þegar tveir eða fleiri eru saman í útsendingunni, þá rignir yfir mann aulabröndurum og að þeirra mati fyndnum athugasemdum og svo pína þau upp úr sér hláturinn svo maður heldur stundum að maður sé að hlusta á "útvarp vitleysingahæli" Sorry bara mín skoðun.
En sem betur fer virkar off takkinn á útvarpinu mínu ennþá.....svo ég veit ekki hversvegna ég er að nöldra þetta, kannski af því að úti er sól og blíða og ég í svo dásamlega góðu skapi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Strákur ertu úr Mosó?
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Kíkti við á hverfispöbbnum eftir vinnu á laugardagskvöldið. Fastakúnnarnir voru mættir og allt eins og maður bjóst við. Var að velta fyrir mér að fara heim þegar þar dúkkar uppi maður á mínum aldri (örlítið eldri) og við förum að spjalla saman. Hann var á leiðinni á Players og úr var að ég skellti mér með honum.
Eftir að hafa setið þar nokkra stund og hlustað á hljómsveitina, sem var mjög þétt og bara þrusu góð og horft á kvenfólkið (auðvitað) varð mér á orði að mér fyndist eins og þetta væri nokkurs konar markaður. Konur að dansa saman og umhverfis karlmenn að mæna þær út.
-Já það er ekkert spennandi í gangi hér, sagði kunningi minn og vildi að við færum eitthvað annað.
Ég var nú frekar dræmur enda búinn að mæna út nokkrar huggulegar konur sem mér fannst, en kunningi minn var harðákveðinn svo ég lét tilleiðast og að hans tillögu var stefnan tekin á Kringlukránna.
Hafi manni fundist Players ekki vera spennandi kostur þá veit ég ekki hvaða orð ætti að nota um Kringlukránna. Ég var örugglega langyngstur þarna og sándið í hljómsveitinni var eins og úr gömlu fermingagræjunum mínum.
Þar sem við vorum nú komnir á staðinn var ekki um annað að ræða að setjast niður og fá sér einn kaldan og fylgjast með því sem fram fór.
Ekki höfðum við lengi setið þar en að borðinu kemur eldri maður sem tjáði okkur að hann væri gamall sjómaður og vildi endilega segja okkur hetjusögur af sjónum. Eitthvað sem ég var ekki í stuði til að hlusta á í þetta skiptið
Ég tók eftir að á aðra höndina vantaði á hann tvo fingur svo ég spurði hann hvort hann hefði skilið þá eftir úti á sjó.
Jú í spilinu á einhverjum togara sem ég kann ekki að nefna höfðu þeir lent. - En ég er nú ekki verri maður fyrir það, sagði hann.
-Nei, ekki verri, svaraði ég, en minni maður hlýturðu að vera, sagði ég og þóttist ógurlega fyndinn
Hann skildi ekki húmorinn og settist á næsta borð og horfði það sem eftir lifði kvöldsins á mig augum sem ég gat ekki túlkað öðru vísi en hann vildi mér eitthvað illt.
Nokkru síðar vatt sér að mér kona sem var amk tuttugu árum eldri en ég og spurði mig
-Strákur, ertu nokkuð úr Mosó!!!!!
Ekki gat ég játað því og sem betur fer datt trommuleikaranum í hug að taka sóló á tómu tunnurnar sínar þannig að ég missti alvega af hvað konan hafði að segja í framhaldinu.
Ég bara man ekki eftir hvenær kona kallaði mig síðast strák!
Ég brosti bara mínu blíðasta til hennar og svaraði einhverju óskiljanlegu og dreif mig að ná í leigubíl til að skutla mér heim og ákvað með sjálfum mér að kíkja næst á Kringlukránna í kringum 2030
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íslenska smjörið vont
Laugardagur, 30. júní 2007
Undanfarið hef ég verið að lesa blogg um vax, krem, smyrsl og allskyns fegrunar og tískufyrirbæri sem eiga að bæta heilsu útlit og vellíðan vænti ég. Öll eru þessi skrif hin skemmtilegustu enda oftar en ekki verið að gera létt grín af öllu.
Eitt er það undrameðal sem ekki hefur verið nefnt á nafn hér en það er gamla góða júgursmyrslið sem var til á hverju heimili hér áður fyrr amk til sveita. Held það hafi bara virkað vel gegn hinum ýmsu húðkvillum.
Það minnir mig á sögu sem ég heyrði að þjóðverja einum sem ferðaðist um landið fyrir nokkrum árum. Hann lýsti ánægju sinni með fólkið, landið og allt það sem hann upplifði. Maturinn fannst honum virkilega góður og hafði hann orð á að hvergi fengi hann eins ferskan og góðan mat.
Eitt fannst honum þó með ólíkindum vont og það var íslenska smjörið og sagði hann að það væri alveg sama með hverju hann reyndi að borða það, það væri bara svakalega vont.
Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hann var að tala um júgursmyrsl!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Setið á hakanum
Fimmtudagur, 28. júní 2007
Í dag lét fólk mig sitja á hakanum og það er ekki gott. Eiginlega er það ferlega vont. Skil ekkert hvernig maður lætur fara svona með sig og ef þið hafið ekki prufað það þá eru til betri sæti en haki!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Geisp....
Fimmtudagur, 28. júní 2007
Gott að þetta var í Héraðsdómi, þá á það eftir að fara í Hæstarétt og svo og svo og svo......
Ég get varla beðið eftir niðurstöðum þaðan þetta er svoooooo spennandi mál.
Jón Ásgeir sýknaður en Tryggvi og Jón Gerald sakfelldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Deit
Þriðjudagur, 26. júní 2007
Heyrðu! Fór á deit um daginn,
Bauð henni í bæinn,
á svona stað er selur kaffi
með útlensku staffi.
Ég sagði "Tú latte plís"
því oftast það ég kýs.
Ég bauð henni í horninu sæti
því það var utan við skarkala og læti.
Vildi hafa þar næði
svo gætum við spjallað bæði.
Nú orðin frá vörum hennar tóku að streyma
og hún ræddi um heima og geyma.
Nú ég sagði fátt
enda talaði hún dátt.
Ég hugði ná mér í ábót
en komst ekki frá, hún talaði svo ótt.
Hún hafði frá mörgu að segja
sem flestir mundu um þegja
hún hafði dansað og drukkið
og stjórnlaust stundað sukkið
Frá öllu má ei greina
því betra er sumu að leyna
en loks koma að því að loka
svo ekki mátti þar doka.
Hún bauð mér í geim
ég kurteis bauð far heim
hún það þáði
og er þangað náði
hún inn mig vildi
ef maður hennar skildi
ekki vera heima við
hún þyrfti að fá einhvern til við sig
"Áttu mann?"
ég ekki við þetta kann.
Hún brosti svo undurblítt
"Ert´ekki til í að pruf´eitthvað nýtt?"
Hneykslaður þessu ég neita
og ákveð á einkamál næst að leita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kæru bloggvinir!!
Laugardagur, 23. júní 2007
Kæru bloggvinir og aðrir sem þetta lesið, ef þið komið á Red Chili á laugavegi þessa helgina, þá fáið þið 20% afslátt af því sem þið verslið!!!! Eina sem þið þurfið að gera er að nefna að þið þekkið mig og maturinn verður miklu betri og afslátturinn er ykkar...... Og nú,,, kæru vinir, KÍKIÐ Á LAUGAVEG 176,,,, ÞIÐ ERUÐ ÖLL VELKOMIN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ævintýri á rauðu ljósi
Föstudagur, 22. júní 2007
Stoppaði á rauðu ljósi í dag og upp að mér rennur hvítur Benz hægramegin. Ég gjóa augunum á bílstjórann og sé þá að það er einstaklega myndarlega kona á besta aldri.
Hún lýtur til vinstri og beint á mig þannig að ég flýti mér að lýta undan, enda vil ég ekki láta lýta út eins og ég sé að stara á hana.
Samt lýt ég til baka og hún er enn að horfa í átt að mér og nú er komið á hana smá bros sem færist yfir andlitið.
Ég brosi til baka en skil samt ekkert hvað þessi fallega kona er að meina....
Hún bara brosir meira og er ekki laust við að smá hlátur fylgi og svo segir hún eitthvað við sessunaut sinn sem ég sé nú fyrst er hann hallar sér fram og horfir líka í átt að mér. Þetta er líka gullfallega kona og saman brosa þær og eru eitthvað að tala saman.
Ég færist heldur í aukanna og er farinn að ímynda mér að ég sé að fara að upplifa eitthvað villt ævintýri með þessum tveim. Ég laumast til að kíkja í spegilinn og... jú allt í lagi með útlitið, ég tromma létt með fingrunum á stýrið og rugga höfðinu í takt við tónlistina (það er svo kúl) og þar sem ég er búinn að setja upp þvílíkan töffara svipinn er mér litið til vinstri og þar sé ég starfsmann Reykjavíkurborgar, beran að ofan kolbrúnan með spanjólalúkk, með i-pot í eyrunum að dilla sér með tilþrifum, gersamlega í eigin heimi að syngja í ímyndaðan míkrófón gerða úr rekuskafti.
Þegar græna ljósið loks birtist skildi bíllinn minn eftir tvö svört strik í malbikinu........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)