Teitur Þórðar með gamaldagsfótbolta

Nú er Teitur Þórðarson búinn að vera við stjórnvöldin hjá KR í tæp tvö ár og á sama tíma hefur liðinu hrakað stórlega. Hann hefur í höndunum sterkasta hóp knattspyrnumann sem spil á Íslandi og ljósi þess er sú knattspyrna sem liðið leikur fyrir neðan allar hellur.

Í gamladag var þessi knattspyrna kölluð "kikk and run" og var aðalsmerki liða sem ekki höfðu á góðum spilurum að byggja og voru þá þjálfarar þessara liða oftast að horfa til þess að liðin næðu viðundandi árangri fremur en að skemmta áhorfendum með áferðafallegri knattspyrnu.

Í hverju liðið er það þjálfarinn sem leggur upp leikkerfin og leikaðferðina og svo er einnig með KR, vænti ég og þar sem KR liðið er, eins og ég sagði, eitt það sterkasta á Íslandi þá hlýtur það að vera þjálfarinn, Teitur, sem á mesta sök á ömurlegum og leiðinlegum leik liðsins.

Í leiknum gegn Val, var greinilegt að það átti fyrst og fremst að hugsa um að brjóta niður spil Valsarann en að leika eitthvað sem flestir kalla knattspyrnu og svo vasklega gengu KRingar fram í því að nær hálft Valsliðið var vart leikfært að loknum leik.

Ég held því KRinga vegna að Björgúlfur ætti að taka upp budduna og borga upp samning Teits svo hann geti snúið sér að einhverju allt öðru því hann er greinilega mörgum árum á eftir þeim kröfum sem við áhorfendur viljum sjá framkvæmdar á knattspyrnuvellinum


mbl.is Valur vann KR í vítaspyrnukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

KLUKK !! 

Anna Einarsdóttir, 12.7.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband