Fyndnir fjölmiðlamenn

Ég get ekki sagt að ég sé mikill fjölmiðlafíkill. A.m.k. horfi ég nánast ekkert á sjónvarp og útvarpið hljómar bara stundum í bílnum og í vinnunni. Blöðin eru sá miðill sem ég nota sennilega hvað mest.

Af útvarpsrásunum er það helst Bylgjan sem er valin, sennilega af gömlum vana frekar en meðvitraðri ákvörðun. Tónlistin sem þar er spiluð fellur ágætlega að mínum smekk og útvarpsfólkið ágætt, segir manni reglulega hvað klukkan er og hvernig veðrið sé. Ef maður skildi ekki vita það.

Það er þó eitt með þetta ágæta útvarpsfólk, fyrir að tönglast stöðugt á klukkunni og veðrinu sem er farið að pirra mig dálítið en það er þessi ógurlega sýndarleikur um að vera svo ofboðslega hresst og kátt og í svo góðum gír að maður sér bara fyrir sér tannkremsbrosið límt á fésið á því daginn út og inn.  Þessi sýndarmennska keyrir þó um þverbak þegar tveir eða fleiri eru saman í útsendingunni, þá rignir yfir mann aulabröndurum og að þeirra mati fyndnum athugasemdum og svo pína þau upp úr sér hláturinn svo maður heldur stundum að maður sé að hlusta á "útvarp vitleysingahæli" Sorry bara mín skoðun.

En sem betur fer virkar off takkinn á útvarpinu mínu ennþá.....svo ég veit ekki hversvegna ég er að nöldra þetta, kannski af því að úti er sól og blíða og ég í svo dásamlega góðu skapiGrinCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svandís Rós

Klukk klukk klukk....

Komið að þér að koma með 8 staðreyndir um sjálfan þig

Svandís Rós, 12.7.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband