Þessir sölumenn!

Það fyrir nokkuð mörgum árum, ca. 20, að ég vaknaði upp einn laugardagsmorgunn við að það var bankað á útidyrahurðina hjá mér, dyrabjallan var óvirk.

Þar sem klukkan var ekki orðin tíu fannst mér þetta svolítið skrítið og var frekar seinn til í svefnrofanum þannig að það var bankað aftur. Ég staulaðist framúr og kíkti út um gluggann og sá þá þrjú ungmenni ganga frá húsinu. Ég gat ekki betur séð en þau hefðu bækur og bæklinga meðferðis

-Þarna vorum við heppin, sagði ég við konuna - þetta eru örugglega vottarnir sem hafa verið að þvælast hér í hverfinu undanfarið. Ég átti og á enn í ferlegu basli við að snúa af mér sölumenn, trúarveiðarar og aðra slíka gesti. þannig að ég þóttist heppinn

Næsta laugardag er bankað aftur upp á en ekki eins snemma og  síðast og því allir komnir á fætur. Ég fer til dyra og þar eru nokkur ungmenni frá einhverjum kristilegum samtökum sem ég tók ekki eftir hvað hétu enda áhugalaus með öllu. Þau eru að bjóða til sölu bæklinga til styrktar einhverju sem ég heyriði ekki hvað var.

Eins og áður sagði þá á ég erfitt með að snúa af mér sölumenn og til að losna sem fyrst við þá, spurði ég hvað svona bæklingur kostaði.

-Fimmtíu krónur var svarið. Og mér réttur einn til að skoða. -Sjáðu fallegar myndir og sögur fyrir börn eins og þennan litla. Sonur minn á þriðja ári hafði komið fram til að forvitnast um gestaganginn.

-Já, ekki nema fimmtíu kall, ég fæ þá fjóra. Og ég kafaði í vasann eftir klinki. -Ekki málið að styrkja ykkur ég er sjálfur kristinn og fer stundum í kirkju. Eflaust hefur lágt verðlag haft eitthvað að segja um jákvætt viðmót mitt.

-Eitthvað annað en þessir helvítis vottar sem voru að sniglast hér um fyrir viku síðan. Svo hnýtti ég saman einhver lýsingaorð um hvað gera ætti við hyski eins og það og hvernig ég myndi taka á móti slíkum ófögnuði.

Svipurinn á ungafólkinu varð vandræðalegur og mér til mikillar undrunar þökkuðu þau fyrir sig í miklu flýti og drifu sig í burtu, eflaust ekki líkað orðaval mitt, enda sannkristin.

-Sko, sagði ég við konuna -fínar bækur fyrir strákinn og kostuðu sama og ekki neitt. Eitthvað annað að eiga viðskipti við þessi grey en þessa helvítis votta.

-Jæja, Arnfinnur, þú segir það, sagði hún og glotti. -Það vill nú svo til að þetta ágæta fólk sem þú varst að versla af eru þessir helvítis vottar þínirLoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

Blessaður gamli... hvar er kristilegi kærleikurinn :)  skemmtielg saga ... bíddu eru þínir menn ekki Nott.Forest ef ég man.... hvar er sá ágæti klúbbur í dag ..

Gísli Torfi, 12.10.2007 kl. 19:23

2 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Sæll sjálfur..... Forest er það ekki, mitt félag er á toppnum í dag

Arnfinnur Bragason, 12.10.2007 kl. 20:05

3 Smámynd: Gísli Torfi

já ok .. gæti verið að eh náskyldur þér væri það í staðinn eða eitthvað... já þeir eru góðir í dag ..sjáum svo til þegar fer að vora..en þeir líta vel út... adenbydor hefur greinilega étið nóg af graskögglum í sumar..orðinn eins og Uxi..

Gísli Torfi, 12.10.2007 kl. 20:17

4 Smámynd: Fiðrildi

úps . . . en þú losnaðir þá líklega við þá forever ;)

Fiðrildi, 13.10.2007 kl. 00:12

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

ja hérna hér...

Heiða Þórðar, 13.10.2007 kl. 11:36

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

 Þeir geta vist verið ansi aðgangsharðir vottarnir, en hva þetta er bara fólk með öðruvísi trúarlega skoðanir en þorri fólks og er ábyggilega ýmsu vant um fordóma manneskjunnar.

Edda Agnarsdóttir, 13.10.2007 kl. 13:42

7 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Bestasta fólk allt saman...... það eru líka 20 ár síðan þetta gerðist og í dag myndi ég ekki standa í dyrunum og formæla einhverjum..... vona að ég hafi eitthvað þroskast

Arnfinnur Bragason, 13.10.2007 kl. 13:51

8 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Gísli, bróðir minn er held ég ennþá Forest-maður

Arnfinnur Bragason, 13.10.2007 kl. 13:57

9 Smámynd: Gísli Torfi

já þú hittir naglann á höfuðið :)

Gísli Torfi, 13.10.2007 kl. 15:15

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei, Arnfinnur hittir aldrei á naglann. 

Þú veist væntanlega núna að það er ljótt að blóta Arnfinnur. 

Anna Einarsdóttir, 14.10.2007 kl. 22:12

11 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Anna.... Enn og aftur, það eru tuttugu ár síðan og ég alveg hættur að blóta og nú hiti ég naglann yfirleitt á höfuðið... hef a.m.e. lamið á puttann á mér í mörg ár

Arnfinnur Bragason, 15.10.2007 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband